Hannes Boy opnar aftur

Hannes Boy opnar aftur Í gærkvöld opnaði veitingastaðurinn Hannes Boy aftur dyr sínar fyrir gestum og gangandi með nýjan seðil og nýjan matreiðslumann.

Fréttir

Hannes Boy opnar aftur

Hannes Boy opnar
Hannes Boy opnar
Í gærkvöld opnaði veitingastaðurinn Hannes Boy aftur dyr sínar fyrir gestum og gangandi með nýjan seðil og nýjan matreiðslumann. Opnunin gekk vel og gestir gengu ánægðir frá borðum.



Yfirþjónninn Benedikt hefur gengið aftur til liðs við Rauðku og mun því halda áfram að leggja mark sitt á Hannes Boy með sína einstæðu þjónustulund að vopni.

Emil Karsbek, nýráðinn yfirmatreiðslumaður Hannesar Boy, lærði í Perlunni og hefur síðan þá sótt sér fjölhæfa reynslu á skíðahótelum í Frakklandi, veitingastöðum  í Danmörku og nú síðast á Tapas Barnum í Reykjavík þar sem spænskir smáréttir eru í hávegum hafðir.

Eins og Fjallbyggðungum er kunnugt hefur Hannes Boy verið lokaður í vetur en nú er breyting á og verður hann héðan frá opinn alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga fram að sumri. Verður þar boðið uppá kaffiseðil frá kl 12 á hádegi til 18:00, þegar kvöldseðillinn tekur gildi.

Opnunar helgina, 15-17. apríl, verður opið frá klukkan 18:00-22:00.


Páskaopnun á Hannes Boy verður sem hér segir:
Miðvikudaginn 20. Apríl 12:00-22:00
Fimmtudaginn 21. Apríl 12:00-22:00
Föstudagurinn langi, 22. apríl 12:00-24:00
Laugardaginn 23. Apríl 12:00-22:00
Mánudaginn 25. Apríl 12:00-22:00

1. júní tekur sumaropnunin gildi á Hannes Boy og verður þá opið alla daga vikunnar frá kl. 18:00-22:00.


Emil Karsbek, nýr yfirkokkur Hannesar Boy, að störfum í eldhúsinu


Með málningarrúlluna að vopni vann Stebbi Sigmars hörðum höndum síðastliðna viku að því að fínisera Hannes Boy fyrir opnunina í gær, föstudaginn 15. apríl.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst