Héðinsfjarðagöng heimsótt 12. maí 2009
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 13.05.2009 | 00:01 | | Lestrar 573 | Athugasemdir ( )
Það er orðið langt um liðið frá heimsókn okkar hjá sksiglo.is á vinnusvæði Héðinsfjarðarganga. Þangað skrapp ljósmyndari vefsins í gær og heimsótti liðið og aflaði frétta.
Það var um klukkan 15:15 sem fyrst var komið við á skrifstofu Metrostav við flugvöllinn, þar sem þeir hafa haft aðsetur frá upphafi. Þar voru þrír broshýr og kunnugleg andlit við vinnu sína. Stutt var stoppað hjá Tékkunum og haldið í “kaffistofu” Háfellsmanna í Flugstöðvarhúsinu en sá hluta starfsmanna Háfells sem er við vinnu í göngunum Siglufjarðarmegin voru þar einmitt í kaffi klukkan15:30 Það lá vel á mannskapnum að venju, ef til vill aðeins vetur en venjulega, þar sem allt benti til að hið leiðinlega veðurfar sem hefur hrjáð þá mikið að undanförnu sé um garð gengið og loks komið langþrátt sumar.
En úti var 18 °C hiti og sólskin.
Sama veðurblíðan var í Héðinsfirðinum er þangað kom og náði þar í restina af kaffitíma þeirra er þar vinna ma. við vegskálann Héðinsfjarðarmegin.
Um verkið, vinnuna við göngin er að sjá að allt sé þar í góðu gengi. Vinna við járnavinnu vegna steypuvirkja, vegskálann ofl. Jarðvegsframkvæmdir ýmiskonar, svo og vinnan inni í göngunum Siglufjarðarmegin, þar sem verið var að brjóta og grafa fyrir lögnum ofl. þar voru einnig nokkrir Metrostav menn á svæðinu.
Hinsvegar fór ljósmyndarinn ekki að þessu sinni til að kanna málin í göngunum Ólafsfjarðarmegin, en áðurnefndir starfsmenn voru ekki þar að störfum í bili.
Mikið hefur verið unnið við göngin, síðan sprengt var í gegn 9. apríl sl. það sást glöggt í ferð ljósmyndarans í gær.
Myndasyrpu frá ferðinni má sjá HÉR
Það var um klukkan 15:15 sem fyrst var komið við á skrifstofu Metrostav við flugvöllinn, þar sem þeir hafa haft aðsetur frá upphafi. Þar voru þrír broshýr og kunnugleg andlit við vinnu sína. Stutt var stoppað hjá Tékkunum og haldið í “kaffistofu” Háfellsmanna í Flugstöðvarhúsinu en sá hluta starfsmanna Háfells sem er við vinnu í göngunum Siglufjarðarmegin voru þar einmitt í kaffi klukkan15:30 Það lá vel á mannskapnum að venju, ef til vill aðeins vetur en venjulega, þar sem allt benti til að hið leiðinlega veðurfar sem hefur hrjáð þá mikið að undanförnu sé um garð gengið og loks komið langþrátt sumar.
En úti var 18 °C hiti og sólskin.
Sama veðurblíðan var í Héðinsfirðinum er þangað kom og náði þar í restina af kaffitíma þeirra er þar vinna ma. við vegskálann Héðinsfjarðarmegin.
Um verkið, vinnuna við göngin er að sjá að allt sé þar í góðu gengi. Vinna við járnavinnu vegna steypuvirkja, vegskálann ofl. Jarðvegsframkvæmdir ýmiskonar, svo og vinnan inni í göngunum Siglufjarðarmegin, þar sem verið var að brjóta og grafa fyrir lögnum ofl. þar voru einnig nokkrir Metrostav menn á svæðinu.
Hinsvegar fór ljósmyndarinn ekki að þessu sinni til að kanna málin í göngunum Ólafsfjarðarmegin, en áðurnefndir starfsmenn voru ekki þar að störfum í bili.
Mikið hefur verið unnið við göngin, síðan sprengt var í gegn 9. apríl sl. það sást glöggt í ferð ljósmyndarans í gær.
Myndasyrpu frá ferðinni má sjá HÉR
Athugasemdir