Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Af gefnu tilefni vilja verktakafyrirtækin Háfell og Metrostav koma því á framfæri að Héðinsfjarðargöng er lokað vinnusvæði og umferð

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Mynd úr Héðinsfjarðargöngum
Mynd úr Héðinsfjarðargöngum
Af gefnu tilefni vilja verktakafyrirtækin Háfell og Metrostav koma því á framfæri að Héðinsfjarðargöng er lokað vinnusvæði og umferð óviðkomandi um þau er stranglega bönnuð á öllum tímum og verður svo út framkvæmdartímann.

Héðinsfjarðargöng eru enn í fullri vinnslu og eru þungavinnuvélar og önnur stórvirk og sérhæfð tæki enn að störfum við verkið.
Verkinu lýkur ekki fyrr en haustið 2010 og er öll óviðkomandi umferð á vinnusvæðinu stranglega bönnuð á verktímanum.
Verktaki vill taka það skýrt fram að mjög varasamt getur verið fyrir óviðkomandi að fara inn í göngin þar sem enn á eftir að vinna við vegagerð, fráveituskurði, lokaklæðningar og frágangi á vatnsaga.
Beinlínis lífshættulegt getur verið að ferðast um göngin án eftirlits.
Valgeir Bergmann Verkefnastjóri


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst