Héðinsfjarðargöng / vegagerð
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 26.06.2009 | 12:38 | | Lestrar 506 | Athugasemdir ( )
Jarðvinnudeild Háfells hf. er að vinna í vegum hér á Siglufirði eins og vegfarendur haf orðið varir við.
Ekki er nokkur vafi á að þessar vegagerðir, bæði á svæðinu við Ásinn á Siglufirði ákaflega mikil bót fyrir þá sem eftir eiga að aka og ganga þessar leiðir.
Langeyrarvegur verður gjörbreyttur eftir að verki er lokið með breiðu malbiki og þar verður greið umferð þegar Héðinsfjarðargöng verður opnað.
Af göngunum sjálfum er allt gott að frétta og þar hefur allt gengið eftir áætlun.
Metrostav vinnur í lokastyrkingum í göngum milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar og hafa því fært nánast allan sinn mannskap til Ólafsfjarðar.
Háfellsmenn vinna af kappi við vegskálana tvo í Héðinsfirði.
Þá er ástæða til að benda núverandi vegfarendum á að umferð er ekki heimil um Langeyrarveg á vinnutíma Háfellsmanna.
Þó svo að „op“ sé á milli bann merkja þá táknar það ekki að vegurinn sé opinn umferð, þar sem „opið“ er ætlað malarflutningabílunum sem flytja efni í veginn.
Þess vegna eru vegfarendur sem leiga leið fram á fjörð beðnir að fara veginn, upp Norðurtúnið og þaðan suður gamla veginn og sömu leið til baka.
Ekki er nokkur vafi á að þessar vegagerðir, bæði á svæðinu við Ásinn á Siglufirði ákaflega mikil bót fyrir þá sem eftir eiga að aka og ganga þessar leiðir.
Langeyrarvegur verður gjörbreyttur eftir að verki er lokið með breiðu malbiki og þar verður greið umferð þegar Héðinsfjarðargöng verður opnað.
Af göngunum sjálfum er allt gott að frétta og þar hefur allt gengið eftir áætlun.
Metrostav vinnur í lokastyrkingum í göngum milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar og hafa því fært nánast allan sinn mannskap til Ólafsfjarðar.
Háfellsmenn vinna af kappi við vegskálana tvo í Héðinsfirði.
Þá er ástæða til að benda núverandi vegfarendum á að umferð er ekki heimil um Langeyrarveg á vinnutíma Háfellsmanna.
Þó svo að „op“ sé á milli bann merkja þá táknar það ekki að vegurinn sé opinn umferð, þar sem „opið“ er ætlað malarflutningabílunum sem flytja efni í veginn.
Þess vegna eru vegfarendur sem leiga leið fram á fjörð beðnir að fara veginn, upp Norðurtúnið og þaðan suður gamla veginn og sömu leið til baka.
Athugasemdir