Héðinsfjarðargöng og Háfell hf.
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 15.04.2009 | 16:00 | | Lestrar 703 | Athugasemdir ( )
Nú eins og komið hefur fram eru flestir Metrostav menn farnir heim til Tékklands, búið að sprengja síðasta haftið. Þeir Metrostav menn 10-15, sem eftir eru hafa aðalstöðvar sínar í Ólafsfirði.
Nú eru Háfellsmenn í miklum meirihluta við verkið, enda hefur þeim fjölgað og eru víða á vettvangi í tengslum við verkefnið Héðinsfjarðargöng.
Inni í göngunum eru þeir að vinna við lagnavinnu, og snyrtingu á vegstæðinu, utan við vegskálana. Í morgun heimsótti ég “Ákavíti” á Siglufirði, (mjölhús Síldarvinnslunnar) þar sem Háfellsmennirnir Páll Þormar verkstæðismaður Háfells og Ólafur Tryggvi smiður, en þar hefur farið fram að undanförnu smíði „Gangahestsins“ Háfellsmenn munu taka í notkun á vormánuðum við vegskálabygginganna við gangnamunnana.
Hér er um að ræða mikið smíðavirki sem nýráðinn tæknifræðingur Háfells, Helgi Valur hefur séð um að smíða ásamt sínum aðstoðarmönnum. Helgi sá um samskonar smíð við gerð Almannaskarðsganga en hefur undanfarin ár unnið við virkjanaframkvæmdir „Inni í“ Grænlandsjökli.
ES.
Síðastliðinn fimmtudag þann 9. apríl 2009, eftir hádegið átti ljósmyndari sksiglo.is þess kost að keyra á bíl sínum án fylgdar (sennilega fyrsta einkabílnum, með konu sinni) í gegn um Héðinsfjarðargöng frá Siglufirði til Ólafsfjarðar í einum áfanga.
En tilefnið var mæting til veislu sem haldin var vegna lokasprengingarinnar sem fram fór fyrir hádegið og kveðjuhófs í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Rúmri klukkustund síðar fór rútubifreið með þingmenn og fleiri sömu leið, og ef til vill fleiri bílar.
Þetta er skráð hér vegna "sögunnar"
Nú eru Háfellsmenn í miklum meirihluta við verkið, enda hefur þeim fjölgað og eru víða á vettvangi í tengslum við verkefnið Héðinsfjarðargöng.
Inni í göngunum eru þeir að vinna við lagnavinnu, og snyrtingu á vegstæðinu, utan við vegskálana. Í morgun heimsótti ég “Ákavíti” á Siglufirði, (mjölhús Síldarvinnslunnar) þar sem Háfellsmennirnir Páll Þormar verkstæðismaður Háfells og Ólafur Tryggvi smiður, en þar hefur farið fram að undanförnu smíði „Gangahestsins“ Háfellsmenn munu taka í notkun á vormánuðum við vegskálabygginganna við gangnamunnana.
Hér er um að ræða mikið smíðavirki sem nýráðinn tæknifræðingur Háfells, Helgi Valur hefur séð um að smíða ásamt sínum aðstoðarmönnum. Helgi sá um samskonar smíð við gerð Almannaskarðsganga en hefur undanfarin ár unnið við virkjanaframkvæmdir „Inni í“ Grænlandsjökli.
Helgi Valur stýrði þessari smiðavinnu á „hesti“ og annarri steypuvinnu fyrir Háfell.
ES.
Síðastliðinn fimmtudag þann 9. apríl 2009, eftir hádegið átti ljósmyndari sksiglo.is þess kost að keyra á bíl sínum án fylgdar (sennilega fyrsta einkabílnum, með konu sinni) í gegn um Héðinsfjarðargöng frá Siglufirði til Ólafsfjarðar í einum áfanga.
En tilefnið var mæting til veislu sem haldin var vegna lokasprengingarinnar sem fram fór fyrir hádegið og kveðjuhófs í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Rúmri klukkustund síðar fór rútubifreið með þingmenn og fleiri sömu leið, og ef til vill fleiri bílar.
Þetta er skráð hér vegna "sögunnar"
Athugasemdir