Héðinsfjarðargöng verða LOKUÐ almenningi

Héðinsfjarðargöng verða LOKUÐ almenningi Að gefnu tilefni vilja Háfells og Metrostav menn koma því á framfæri, að engum óviðkomandi verður hleypt í gegn

Fréttir

Héðinsfjarðargöng verða LOKUÐ almenningi

Að gefnu tilefni vilja Háfells og Metrostav menn koma því á framfæri, að engum óviðkomandi verður hleypt í gegn um Héðinsfjarðargöng,
aðeins ráðherrum, starfsmönnum og gestum í tilefni af lokasprengingu nk. fimmtudag. Rætt hefur verið um að öðrum verði einhvern tíma síðar gefinn kostur á fari með rútu, samber þegar opnaðist til Héðinsfjarðar, en ekkert hefur þó enn verið ákveðið varðandi það.

Fréttatilkynning:

Héðinsfjarðargöng eru lokað vinnusvæði og umferð um þau stranglega bönnuð! 

Vegna villandi fréttaflutnings undanfarið vegna gegnumbrots á gangahluta á milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar vilja verktakar Héðinsfjarðarganga, Háfell og Metrostav koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu.

 Héðinsfjarðargöng eru enn í fullri vinnslu og eru þungavinnuvélar og önnur stórvirk og sérhæfð tæki enn að störfum við verkið. Verkinu lýkur ekki fyrr en sumarið 2010 og er öll óviðkomandi umferð á vinnusvæðinu stranglega bönnuð á verktímanum. Verktaki vill taka það skýrt fram að mjög varasamt getur verið fyrir óviðkomandi að fara inn í göngin þar sem enn á eftir að vinna við vegagerð, fráveituskurði, lokaklæðningar og frágangi á vatnsaga. Beinlínis lífshættulegt getur verið að ferðast um göngin án eftirlits.

 Í tilefni af lokasprengingu á þessum seinni hluta ganganna sem áætlað er að verði á fimmtudag stendur til að fulltrúar verkkaupa og verktaka ásamt vegamálastjóra og samgönguráðherra aki í gegnum göngin frá Siglufirði og til Ólafsfjarðar en að öðru leiti er vinnusvæðið og þar með talin göngin stranglega lokuð óviðkomandi umferð.

 Engin vígsluathöfn er áætluð fyrr en við opnun ganganna sumarið 2010. Þá er móttaka í Tjarnarborg eingöngu ætluð boðsgestum verktaka en ekki almenningi eins og skilja mátti fréttaflutning.

Allar nánari upplýsingar veita.

Jóhann Gunnar Stefánsson, Framkvæmdastjóri Háfells johann@hafell.is  Og 
Valgeir Bergmann Verkefnisstjóri Héðinsfjarðarganga valgeir@hafell.is

Athugasemdir

29.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst