Heitt vatn fundið í Skarðsdal
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 03.09.2010 | 10:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 675 | Athugasemdir ( )
Í gærdag fundu starfsmenn Jarðborana heitt vatn í Skarðsdalnum og gefur það Siglfirðingum mikla von um framhaldið.
Vatnið sem fannst í gær var á 308 metra dýpi, 60 gráður og 20 sekúndulítrar. Áætlað er að bora niður á 1.000metra dýpi svo en er von um að finna heitara vatn en það sem fannst í gærdag.
Ljósmyndari. Steingrímur Kristinsson
Athugasemdir