Heitt vatn í Skarðsdal
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 08.09.2010 | 12:16 | Bergþór Morthens | Lestrar 562 | Athugasemdir ( )
Boranir eftir heitu vatni í skarðsdal hafa gengið vel og fundu starfsmenn Jarðborana hf góða hitavatnsæð.
Búið er að hita og víddarmæla holuna og mun hitinn í vatnsæðinni vera um 72,5°.
Í kjölfar mælinga settu starfsmenn möl og sand niður í holuna og tappi steyptur þannig að hægt sé að fóðra holuna án þess að skemma æðina.
Að því loknu voru borarnir sendir aftur niður í holuna og borað niður á meira dýpi.
Þetta eru mikil gleðitíðindi þar sem hitasvæðið í Skútudal hefur engan vegin annað eftirspurn.
Starfsmenn Jarðborana áætla verklok um mánaðarmótin september/október.
Búið er að hita og víddarmæla holuna og mun hitinn í vatnsæðinni vera um 72,5°.
Í kjölfar mælinga settu starfsmenn möl og sand niður í holuna og tappi steyptur þannig að hægt sé að fóðra holuna án þess að skemma æðina.
Að því loknu voru borarnir sendir aftur niður í holuna og borað niður á meira dýpi.
Þetta eru mikil gleðitíðindi þar sem hitasvæðið í Skútudal hefur engan vegin annað eftirspurn.
Starfsmenn Jarðborana áætla verklok um mánaðarmótin september/október.
Athugasemdir