Hippamarkaður á Rauðkutorgi
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 26.07.2010 | 09:00 | Bergþór Morthens | Lestrar 659 | Athugasemdir ( )
Í gær var götumarkaður kenndur við Hippa á Rauðkutorgi. Markaðurinn var haldinn í tengslum við Síldardaga sem nú eru í fullum gangi.Veðrið var eins og best verður á kosið og frábær stemning myndaðist meðal þeirra fjölmörgu gesta sem sóttu markaðinn.
Vöruúrvalið var fjölbreytt og kenndi þar ýmissa grasa, áberandi var ýmiskonar handverk sem var haganlega gert.
Það var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína á Rauðkutorg og var stemningin frábær sem myndaðist meðal fólks og greinilegt að fólk naut þess að spóka sig um í sólinni, láta sjá sig og sjá aðra.
Þetta framtak er alveg hreint til fyrirmyndar og greinilega eftirspurn eftir svona markaðsstemningu.
Myndirnar tala sínu máli:
Vöruúrvalið var fjölbreytt og kenndi þar ýmissa grasa, áberandi var ýmiskonar handverk sem var haganlega gert.
Það var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína á Rauðkutorg og var stemningin frábær sem myndaðist meðal fólks og greinilegt að fólk naut þess að spóka sig um í sólinni, láta sjá sig og sjá aðra.
Þetta framtak er alveg hreint til fyrirmyndar og greinilega eftirspurn eftir svona markaðsstemningu.
Myndirnar tala sínu máli:
Athugasemdir