Hvað á barnið að heita ?

Hvað á barnið að heita ? Töluverð umræða hefur verið í bænum um göngin okkar sem verða formlega vígð laugardaginn 2. október næstkomandi. Fjölmargir hafa

Fréttir

Hvað á barnið að heita ?

Töluverð umræða hefur verið í bænum um göngin okkar sem verða formlega vígð laugardaginn 2. október næstkomandi.

Fjölmargir hafa verið að velta fyrir sér nafninu á göngunum en oftast er talað um Héðinsfjarðargöng.

Siglo.is barst ábending frá Sigurði Fanndal um það að hér sé um vinnuheiti að ræða og ætti frekar að tala um Fjallabyggðargöng.

Það sé mun rökréttara, betra og staðar- og markaðslega, nú þegar slegist er um hvern ferðamannin,  sbr. fjallabyggðarhringur.

Nánast sama við hvern þetta hefur verið rætt, bæði Ólafsfirði og Siglufirði, sé þetta mun betra en nafn dregið af eyðifirði sem fáir þekkja milli byggðarkjarnanna, sem þó bera nafnið Fjallabyggð.

Búið er að kynna þetta fyrir vegamálstjóra, Kristjáni Möller, bæjarstóra Fjallabyggðar, Sverri Sveinssyni og fleirum.

Minnumst þess að Kristján L. Möller breytti nafni Óshlíðargangna i Bolungarvíkurgöng, þótt væri búið að smíða öll vegskilti!

Sigurður Fanndal

Hér má sjá frétt um Bolungarvíkurgöngin : Vandræði með nafngift

Gaman væri að fá athugasemdir frá íbúum og öðrum sem láta sig málið varða.

 



Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst