Hvalaskoðun frá Ólafsfirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 06.01.2011 | 11:15 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 676 | Athugasemdir ( )
Forráðamenn Norðursiglingar ákvaðu nú nýverið að hefja hvalaskoðunarferðir úr Fjallabyggð næsta sumar.
Fyrirtækið hefur verið leiðandi afl í slíkum ferðum á Húsavík síðastliðin 16 ár en hyggst nú færa út kvíarnar.
Siglt verður daglega frá Ólafsfirði og munu ferðirnar verða með sama sniði og frá Húsavík.
Farnar eru þriggja tíma ferðir á íslenskum eikarbátum sem lokið hafa hlutverkum sínum sem fiskibátar en hafa nú verið vel útbúnir til farþegaflutninga.
Með tilkomu Héðinsfjarðaganga hefur orðið bylting í samgöngum í Fjallabyggð og þykir henta einkar vel til verkefnisins.
Uppbygging á sviði strandmenningar á Siglufirði þykir einnig styðja við ferðir sem þessar og er sérstaklega til tekið hið stórglæsilega Síldarminjasafn sem og uppbygging Rauðku ehf.á veitingahúsum við smábátahöfnina.
Ólafsfjörður liggur vel við hvalaslóð á utanverðum Eyjafirði.
Ferðaþjónusta þar í bæ er í mikilli sókn og er horft til þess að gisting og þjónusta sé í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun.
Hótel Brimnes fer þar fremst í flokki en eigendur þess hafa unnið brautryðjendastarf á sviði ferðaþjónustu undanfarin ár.
Í kynningu Norðursiglingar á þessari nýju þjónustu verður lögð áhersla á sérstöðu svæðisins og þá starfsemi sem þar er að finna líkt og félagið hefur gert á kynningarefni sínu vegna starfsemi í Þingeyrarsýslu.
Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist í byrjum júní 2011
Fyrirtækið hefur verið leiðandi afl í slíkum ferðum á Húsavík síðastliðin 16 ár en hyggst nú færa út kvíarnar.
Siglt verður daglega frá Ólafsfirði og munu ferðirnar verða með sama sniði og frá Húsavík.
Farnar eru þriggja tíma ferðir á íslenskum eikarbátum sem lokið hafa hlutverkum sínum sem fiskibátar en hafa nú verið vel útbúnir til farþegaflutninga.
Með tilkomu Héðinsfjarðaganga hefur orðið bylting í samgöngum í Fjallabyggð og þykir henta einkar vel til verkefnisins.
Uppbygging á sviði strandmenningar á Siglufirði þykir einnig styðja við ferðir sem þessar og er sérstaklega til tekið hið stórglæsilega Síldarminjasafn sem og uppbygging Rauðku ehf.á veitingahúsum við smábátahöfnina.
Ólafsfjörður liggur vel við hvalaslóð á utanverðum Eyjafirði.
Ferðaþjónusta þar í bæ er í mikilli sókn og er horft til þess að gisting og þjónusta sé í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun.
Hótel Brimnes fer þar fremst í flokki en eigendur þess hafa unnið brautryðjendastarf á sviði ferðaþjónustu undanfarin ár.
Í kynningu Norðursiglingar á þessari nýju þjónustu verður lögð áhersla á sérstöðu svæðisins og þá starfsemi sem þar er að finna líkt og félagið hefur gert á kynningarefni sínu vegna starfsemi í Þingeyrarsýslu.
Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist í byrjum júní 2011
Athugasemdir