Íbúar mótmæla

Íbúar mótmæla Sitt sýnist hverjum um háspennukapla sem nú er verið að leggja í gegnum bæinn. Menn hafa sett spurningamerki við tímasetningu framkvæmdanna

Fréttir

Íbúar mótmæla

Íbúar mótmæla og bjóða uppá kaffi
Íbúar mótmæla og bjóða uppá kaffi
Sitt sýnist hverjum um háspennukapla sem nú er verið að leggja í gegnum bæinn. Menn hafa sett spurningamerki við tímasetningu framkvæmdanna og nú er svo komið að íbúar við Norðurgötu mótmæla.

Það er töluverð spenna og óánægja meðal íbúa við Norðurgötu vegna 6 háspennukapla sem leggja á eftir götunni og hefur fólk áhyggjur af stöðu mála.

Þeir íbúar sem áhyggjur hafa af málinu efast ekki um að það hafi verið meðhöndlað hjá skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar þann tíma sem það var í undirbúningi og fyrir liggi samþykktir sem leyfi Rarik framkvæmdina.

Íbúar eru þó afar óánægðir með vinnubrögð fyrrum bæjaryfirvalda og finnst að ekki hafi verið hugað að hagsmunum og velferð íbúa við þær götur sem kaplarnir verða lagðir.

Íbúar hefðu viljað sjá þessa miklu framkvæmd fara í umhverfismat eða grenndarkynningu og sætta sig ekki við þessi vinubrögð.

Það fóru fram mjög vinsamleg mótmæli nú í morgun og var starfsmönnum Steypustöðvar Skagafjarðar sem sjá um framkvæmdina á verkinu boðið uppá gómsætar kaffiveitingar sem Gunna Finna (Guðný Friðfinnsdóttir) snaraði fram af sinni alkunnu snilld.

Íbúar hafa sett sig í samband við bæjaryfirvöld og lýst yfir áhyggjum sínum og var málið tekið fyrir á bæjarráðsfundi í gær.
 
Von er á sérfræðingi til þess að skoða málið og þá ætla Geislavarnir Ríkisins einnig að skoða málið.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst