Jarðgöng eða Siglufjarðarvegur?

Jarðgöng eða Siglufjarðarvegur? Trausti Sveinsson á Bjarnagili hefur verið ötull talsmaður jarganga milli Siglufjarðar og Fljóta. Áður en Héðinsfjarargöng

Fréttir

Jarðgöng eða Siglufjarðarvegur?

Mynd úr Morgunblaðinu
Mynd úr Morgunblaðinu

Trausti Sveinsson á Bjarnagili hefur verið ötull talsmaður jarganga milli Siglufjarðar og Fljóta. Áður en Héðinsfjarargöng komu talaði hann fyrir tengingunni Siglufjörður - Fljót - Ólafsfjörður sem ekki varð raunin þá. Staðan í dag er önnur, miklir fjármunir fara í viðhald Siglufjarðarvegar og tveir kostir í jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Umfjöllun var um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Þær tvær hugmyndir sem um er að ræða er annarsvegar frá Hrauni í Skarðsdal og hinsvegar frá Natuadal inní Hólsdal. Síðari tillagan hefur verið rædd hjá Vegagerðinni en leiðin frá Hrauni er þó mikilvægari fyrir Fljótamenn. Lesa má greinina í heild sinni í morgunblaðinu í dag.

Miklir fjármunir fara í að viðhalda Siglufjarðarvegi ár hvert og er þar alltaf um skammtímalausnir að ræða. Hefur Kristján Möller þá sett inn fyrirspurn á Alþingi þar sem hann spyr meðal annars hvort hætta sé að vegurinn rofni varanlega. 

Sjá nánar á blaðsíðu 6 í Morgunblaðinu 25.mars.


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst