Jarðhitarannsóknir í Skarðsdal
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 03.08.2010 | 00:01 | Bergþór Morthens | Lestrar 404 | Athugasemdir ( )
Jarðhitarannsóknir hefjast senn á Siglufirði með það að markmiði að afla meiri hitaorku fyrir hitaveitu Rarik.
Rarik fór þess á leit við Fjallabyggð í byrjun maí mánaðar að veitt yrði framkvæmdaleyfi fyrir borun allt að 10 rannsóknarholna og vinnsluholu í Skarðsdal, Siglufirði.
Auk þess að óskaði Rarik eftir því að Fjallabyggð tilnefndi samráðsaðila varðandi hugsanlega staðsetningu mannvirkja, umgengni lands og aðra þætti eftir þörfum.
Bæjarráð fagnaði erindinu og samþykkti framkvæmdarleyfið. Skipulags- og byggingarfulltrúi var tilnefndur samráðsaðili sveitarfélagins.
RARIK bauð í kjöfar þess verkið út og bárust þrjú tilboð í borverkið. Samið var við lægstbjóðanda, Jarðboranir hf sem buðu liðlega 47 mkr. Kostnaðaráætlun var um 56 mkr.
Gert er ráð fyrir því að boraðar verði 2 rannsóknarholur skammt neðan við skíðaskálann í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og í framhaldinu 1000 m lóðrétt vinnsluhola. ÍSOR (Íslenskar Orkurannsóknir) er aðalráðgjafi RARIK við verkefnið.
Siglo.is hafði samband við fulltrúa Jarðborana hf og sagði hann að byrjað yrði á rannsóknarholunum fljótlega eftir Verslunarmannahelgi.
Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. október 2010.
Það er óskandi að vel gangi við boranir en eins og kunnugt er þá er nokkur skortur á heitu vatni í bænum, það er því afar mikilvægt að vel takist til og nægilegt magn af heitu vatni finnist.
Rarik fór þess á leit við Fjallabyggð í byrjun maí mánaðar að veitt yrði framkvæmdaleyfi fyrir borun allt að 10 rannsóknarholna og vinnsluholu í Skarðsdal, Siglufirði.
Auk þess að óskaði Rarik eftir því að Fjallabyggð tilnefndi samráðsaðila varðandi hugsanlega staðsetningu mannvirkja, umgengni lands og aðra þætti eftir þörfum.
Bæjarráð fagnaði erindinu og samþykkti framkvæmdarleyfið. Skipulags- og byggingarfulltrúi var tilnefndur samráðsaðili sveitarfélagins.
RARIK bauð í kjöfar þess verkið út og bárust þrjú tilboð í borverkið. Samið var við lægstbjóðanda, Jarðboranir hf sem buðu liðlega 47 mkr. Kostnaðaráætlun var um 56 mkr.
Gert er ráð fyrir því að boraðar verði 2 rannsóknarholur skammt neðan við skíðaskálann í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og í framhaldinu 1000 m lóðrétt vinnsluhola. ÍSOR (Íslenskar Orkurannsóknir) er aðalráðgjafi RARIK við verkefnið.
Siglo.is hafði samband við fulltrúa Jarðborana hf og sagði hann að byrjað yrði á rannsóknarholunum fljótlega eftir Verslunarmannahelgi.
Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. október 2010.
Það er óskandi að vel gangi við boranir en eins og kunnugt er þá er nokkur skortur á heitu vatni í bænum, það er því afar mikilvægt að vel takist til og nægilegt magn af heitu vatni finnist.
Athugasemdir