Jólatréð komið á sinn stað

Jólatréð komið á sinn stað Það er löng hefð fyrir jólatrjám á Siglufirði og var það árið 1950 sem vinabær Siglufjarðar í Noregi, Holmestrand, sendi stórt

Fréttir

Jólatréð komið á sinn stað

Það er löng hefð fyrir jólatrjám á Siglufirði og var það árið 1950 sem vinabær Siglufjarðar í Noregi, Holmestrand, sendi stórt og fallegt jólatré að gjöf í fyrsta sinn og var það sett upp framan við kirkjuna.

Síðan þá hefur tréð verið sett upp á Ráðhústorginu og er engin breyting á því þetta árið.

Starfsmenn bæjarins voru að koma því fyrir á sínum stað síðdegis í gær.


Vinabær Siglufjarðar í Danmörku, Herning, hefur um árabil sent bænum jólatré en að sögn bæjarstarfsmanna er tréð í ár upprunnið í Eyjafirðinum.

Tréð þykir víst vera með minna móti þetta árið en er engu að síður glæsilegt á að líta og sómir sér vel á torginu - gárungarnir höfðu á orði að hinn helmingur þess væri í austurbænum.

Kveikt verður á tréinu á laugardaginn 27. nóvember og verður væntanlega mikil jólastemning.



Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst