Kirkjugarðarnir skreyttir
Síðastliðinn laugardag tók björgunarsveitin Strákar og Lionsklúbbur Siglufjarðar, samkvæmt gamalli hefð, að sér að skreyta kirkjugarða Siglufjarðar.
Ár hvert eru kirkjugarðar Siglufjarðar skreyttir og markar það komu jólanna sem þá eru á næsta leiti. Fyrir skreytingu garðanna var rigning undanfarinna daga kærkomin gjöf og auðveldaði mikið þá vinnu sem fram fór þessa helgi. Þetta árið þurftu menn ekki að moka sig niður á nein leiði en í fyrra voru nýju garðarnir allir á kafi.
Ómar kom sjálfur með kross en fékk stuðning frá Sigga við að koma honum fyrir.
Athugasemdir