Lágheiðin
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 16.09.2010 | 13:55 | Bergþór Morthens | Lestrar 596 | Athugasemdir ( )
Það telja sennilega flestir niður dagana að opnun Héðinsfjarðarganga og hugsa með hryllingi að þurfa að keyra Lágheiðina.
Þeir sem farið hafa heiðina undanfarið hafa vafalaust tekið eftir hræðilegu ásigkomulagi hennar, það glaðnaði því heldur betur yfir fréttamanni þegar veghefill varð á vegi hans í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá vegagerðini stendur ekki til að fara í meiriháttar yfirhalningu á heiðinni og höfðu menn þar á bæ ekki heyrt af framkvæmdum þar.
Kannski að einhverjum miskunsömum samverja með aðgang að veghefli hafi ofboðið ástand vegarins og tekið málin í sínar hendur.
Þeir sem farið hafa heiðina undanfarið hafa vafalaust tekið eftir hræðilegu ásigkomulagi hennar, það glaðnaði því heldur betur yfir fréttamanni þegar veghefill varð á vegi hans í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá vegagerðini stendur ekki til að fara í meiriháttar yfirhalningu á heiðinni og höfðu menn þar á bæ ekki heyrt af framkvæmdum þar.
Kannski að einhverjum miskunsömum samverja með aðgang að veghefli hafi ofboðið ástand vegarins og tekið málin í sínar hendur.
Athugasemdir