Lagning rafstrengs

Lagning rafstrengs Starfsmenn Steypustöðvar Skagafjarðar vinna nú að lagningu rafstrengs í gegnum bæinn. Raflögnin kemur til með að tengjast nýju

Fréttir

Lagning rafstrengs

Steypustöð Skagafjarðar að störfum
Steypustöð Skagafjarðar að störfum
Starfsmenn Steypustöðvar Skagafjarðar vinna nú að lagningu rafstrengs í gegnum bæinn. Raflögnin kemur til með að tengjast nýju aðveituhúsi RARIK á Eyrinni.
 
Þau tímamót verða við tilkomu Héðinsfjarðarganga að rafmagnsöryggi mun aukast og verður eins og best gerist. 

Háspennujarðstrengur  kemur alla leið frá Dalvík, um Ólafsfjörð, mun tengjast Siglufirði austan frá og hins vegar er háspennulögnin frá Skeiðsfossi.

Fram til þessa hefur Siglufjörður verið á enda raflínu og treysta þurfti á dísilvélar ef truflanir urðu. Með tvöfaldri tengingu er þörf á varafli hverfandi.

Það er ljóst að það er töluvert rask sem fylgir þessum framkvæmdum en þetta er engu að síður nauðsynleg framkvæmd sem eykur raföryggi bæjarins til muna.



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst