Ljóðahátíðin Glóð

Ljóðahátíðin Glóð Ljóðahátíðin Glóð verður haldin í fjórða sinn dagana 23 - 25. september. Þórarinn Hannesson ber veg og vanda að skipulagningu

Fréttir

Ljóðahátíðin Glóð

Þórainn við vinnu í ljóðasetrinu
Þórainn við vinnu í ljóðasetrinu
Ljóðahátíðin Glóð verður haldin í fjórða sinn dagana 23 - 25. september.

Þórarinn Hannesson ber veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar þetta árið líkt og fyrri ár.

Dagskráin er ekki af verri endanum og ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Hátíðin er svo sannarlega skemmtileg viðbót við hátíðarflóruna hér á Siglufirði og verður spennandi að fylgjast með þróun hennar.

Hátíðinni hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg og undirbýr Þórarinn nú af krafti uppbyggingu Ljóðaseturs að Túngötu 5.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og skemmtileg þetta árið og eru sérstakir gestir hennar að þessu sinni Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir.

Dagskráin :

23. 9 Fim. Ljóðadagskrá á vinnustöðum bæjarins kl. 14.30 - 16.00

Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar flytja eigin ljóð og annarra fyrir bæjarbúa og gesti

Ljóðakaffi á léttum nótum í Þjóðlagasetri kl. 20.00

Gamanvísur fluttar af ýmsum snillingum og ljúfur kaffisopi með

24. 9 Föst.    Ljóðalestur í Grunnskóla Fjallabyggðar   

Ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa eigin ljóð

Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.30

Páll Helgason flytur ljóð sín um Fólkið á Brekkunni fyrir íbúa og gesti og Aðalsteinn Ásberg og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa úr verkum sínum

Sýningar  í Ráðhússal kl. 16.00

Myndir, munir, bækur og fleira frá Félagi um Ljóðasetur Íslands.

Ljóð eftir nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar samin eftir innblástur frá málverkum úr safni Fjallabyggðar. 

Ljóðakvöld í Gránu kl. 20.00

Ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram

25.9 Laug.    Haustmarkaður í Ljóðasetrinu kl. 14.00 - 16.00

Ljóðrænar sultur, leirker góð                           Upplestrar

lopinn hlýr og fagur.                                        Tónlist

Bækur sem geyma ljúfust ljóð                         Kaffi og með því

og léttur kaffibragur.

Úrslit í ljóðasamkeppni - Ráðhússalur kl. 17.00

Úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar kunngjörð og sýningar opnar

Ljóð og lag - Tónlistardagskrá í Gránu kl. 20.00 

Aðalsteinn Ásberg og Þórarinn Hannesson flytja eigin lög við ljóð ýmissa skálda og kvæðamannafélagið Fjallahnjúkar flytur ýmis þekkt kvæðalög og ljóð.

Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar

Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands



Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst