Ljósmynda-sögusafn á Siglufirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 04.06.2010 | 20:22 | | Lestrar 673 | Athugasemdir ( )
Eitt af síðustu embættisverkum fráfarandi Skipulags- og umhverfisnefndar í Fjallabyggð var að samþykkja leyfi til endurbóta á húsunum Vetrarbraut 17 og 17b, á Siglufirði, en húsin eru sambyggð.
Þar voru fyrir mörgum árum meðal annars heimili Kristjáns Sigtryggssonar trésmíðameistara og fjölskyldu í norður hlutanum og Georgs Andersen og fjölskylda í syðri hlutanum.
Síðar voru Síldarverksmiðjur Ríkisins til langs tíma með efnarannsóknarstofu í norður húsinu.
Síðar keypti Gylfi Pálsson byggingameistari báða hlutana og áætlaði að reka þar lítið fyrirtæki, sem síðar eftir miklar breytingar á suðurhlutanum varð einskonar bílaverkstæði áhugamanna, í eigu Hinriks Aðalsteinssonar.
Snemma á síðasta ári keypti svo Baldvin Einarsson og kona hans Ingibjörg, alla eignina.
Syðri hlutinn er enn sem komið notaður sem geymsla, en eins og fyrr segir þá ætla þau að lífga upp á húsið með því að einangra það og klæða bárujárni og breyta norðurhlutanum sem næst í upprunalegt ytra útlit.
Á efri hæðinni verður lítil íbúð en á neðri hæðinni er fyrirhugað að koma upp einstöku safni, enn einni flórunni í safnamenningu okkar hér í Fjallabyggð, Ljósmynda-sögusafn.
Þarna verða almenningi til sýnis fleiri hundruð ljósmyndavélar og tæki, allt frá hinum gömlu góðu til nútímatækni. Einnig verður þarna mikið magn annarra sögulegra muna og ljósmynda tengt ljósmyndagerð og tækni, sumt sem sóma mundi sér á stórum erlendum söfnum.
Þá verður þarna komið fyrir myrkraherbergi, myrkrakompu eins og slík herbergi til ljósmyndagerðar voru oftast nefnd, með fullkomnum búnaði og útliti eins og nokkuð almennt tíðkaðist á meðal áhugamanna á árunum 1960 og síðar, eða þar til stafræna tæknin tók að mestu völdin við ljósmyndagerð og prentun.
Til eru einhver söfn myndavéla í einkaeigu, en þetta mun verða fyrsta og stærsta safn sinnar tegundar á Íslandi, sem að auki almenningi verður gefinn kostur á að skoða og kynnast.
2. 0910097 fundargerð: Afgreiðsla Skipulags- og umhverfisnefndar
Fróðleiksmolar um fyrstu ljósmyndina og fleira því tengt má finna HÉR í lokaverkefni Aðalheiðar Halldórsdóttur til B.Ed.- prófs um áhrif ljósmyndunar á myndlist í lok 19. aldar. Þetta er pdf skjal
Þar voru fyrir mörgum árum meðal annars heimili Kristjáns Sigtryggssonar trésmíðameistara og fjölskyldu í norður hlutanum og Georgs Andersen og fjölskylda í syðri hlutanum.
Síðar voru Síldarverksmiðjur Ríkisins til langs tíma með efnarannsóknarstofu í norður húsinu.
Síðar keypti Gylfi Pálsson byggingameistari báða hlutana og áætlaði að reka þar lítið fyrirtæki, sem síðar eftir miklar breytingar á suðurhlutanum varð einskonar bílaverkstæði áhugamanna, í eigu Hinriks Aðalsteinssonar.
Snemma á síðasta ári keypti svo Baldvin Einarsson og kona hans Ingibjörg, alla eignina.
Syðri hlutinn er enn sem komið notaður sem geymsla, en eins og fyrr segir þá ætla þau að lífga upp á húsið með því að einangra það og klæða bárujárni og breyta norðurhlutanum sem næst í upprunalegt ytra útlit.
Á efri hæðinni verður lítil íbúð en á neðri hæðinni er fyrirhugað að koma upp einstöku safni, enn einni flórunni í safnamenningu okkar hér í Fjallabyggð, Ljósmynda-sögusafn.
Þarna verða almenningi til sýnis fleiri hundruð ljósmyndavélar og tæki, allt frá hinum gömlu góðu til nútímatækni. Einnig verður þarna mikið magn annarra sögulegra muna og ljósmynda tengt ljósmyndagerð og tækni, sumt sem sóma mundi sér á stórum erlendum söfnum.
Þá verður þarna komið fyrir myrkraherbergi, myrkrakompu eins og slík herbergi til ljósmyndagerðar voru oftast nefnd, með fullkomnum búnaði og útliti eins og nokkuð almennt tíðkaðist á meðal áhugamanna á árunum 1960 og síðar, eða þar til stafræna tæknin tók að mestu völdin við ljósmyndagerð og prentun.
Til eru einhver söfn myndavéla í einkaeigu, en þetta mun verða fyrsta og stærsta safn sinnar tegundar á Íslandi, sem að auki almenningi verður gefinn kostur á að skoða og kynnast.
2. 0910097 fundargerð: Afgreiðsla Skipulags- og umhverfisnefndar
Fróðleiksmolar um fyrstu ljósmyndina og fleira því tengt má finna HÉR í lokaverkefni Aðalheiðar Halldórsdóttur til B.Ed.- prófs um áhrif ljósmyndunar á myndlist í lok 19. aldar. Þetta er pdf skjal
Athugasemdir