Malbikun í Héðinsfjarðargöngum
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 20.07.2010 | 12:58 | Bergþór Morthens | Lestrar 1040 | Athugasemdir ( )
Starfsmenn Háfells og Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær Colas eru búnir að vinna hörðum höndum að malbikun Héðinsfjarðarganga.
Staðan í dag er sú að búið er að malbika alla leið frá Siglufirði inn í Héðinsfjörð og 2 km inn Ólafsfjarðargöng.
Þetta er mikill og góður áfangi sem kallaði á mjög samstillt átak allra starfsmanna og langa vinnudaga.
Það er greinilega góður gangur í framkvæmdum Háfells og það styttist í það að hægt verði að bruna í gegnum göngin.
Athugasemdir