Markaðsstofa Norðurlands verðlaunar Rauðku ehf.
www.raudka.is | Norðlenskar fréttir | 12.11.2011 | 08:20 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1094 | Athugasemdir ( )
Markaðsstofa Norðurlands verðlaunaði Rauðku ehf. fyrir þá uppbyggingu sem fyrirtækið hefur staðið að í ferðaiðnaðinum
síðastliðin ár. Viðurkenningin, sem er mikill heiður fyrir Rauðku að taka við, var veitt fyrir fagleg vinnubrögð í uppbyggingu
fyrirtækisins.
Fyrirtækið fékk viðurkenninguna afhenta á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem haldin var á utanverðum Eyjafirði en endað var í Kaffi Rauðku þar sem veislan var haldin. Var þetta stærsta uppskeruhátíð ferðaþjónustuaðila til þessa en um 130 manns mættu í hófið á Rauðkunni þar sem Gómar slógu í gegn með frábærri skemmtun og Stúlli og Dúi spiluðu svo fyrir dansi á eftir.
Vefur Rauðku ehf.
www.raudka.is
Fyrirtækið fékk viðurkenninguna afhenta á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem haldin var á utanverðum Eyjafirði en endað var í Kaffi Rauðku þar sem veislan var haldin. Var þetta stærsta uppskeruhátíð ferðaþjónustuaðila til þessa en um 130 manns mættu í hófið á Rauðkunni þar sem Gómar slógu í gegn með frábærri skemmtun og Stúlli og Dúi spiluðu svo fyrir dansi á eftir.
Vefur Rauðku ehf.
www.raudka.is
Athugasemdir