Meintur brennuvargur í gæsluvarðhald
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 19.08.2010 | 11:00 | Bergþór Morthens | Lestrar 650 | Athugasemdir ( )
Maðurinn sem grunaður er um íkveikjur á Siglufirði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24 ágúst. Héraðsdómur Norðurlands eystra félst á beiðni rannsóknarlögreglu vegna vegna rannsókna- og almannahagsmuna.
Maðurinn er grunaður um að hafa kveikt í tveimur bifreiðum í bænum og tilraun til að kveikja í húsi Ljóðasetursins og þriðju bifreiðinni.
Þá var hann einnig dæmdur í sex mánaða skilorðisbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í bílum í Ólafsfirði fyrr á þessu ári.
Athugasemdir