Miðannaráfangi í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Miðannaráfangi í Menntaskólanum á Tröllaskaga Miðannaráfanginn í MTR er spennandi verkefnisáfangi fyrir nemendur þar sem þeir kynnast því hvernig er að

Fréttir

Miðannaráfangi í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Ljósmynd: Gísli Kristinsson
Ljósmynd: Gísli Kristinsson

Miðannaráfanginn í MTR er spennandi verkefnisáfangi fyrir nemendur þar sem þeir kynnast því hvernig er að skipuleggja og hrinda í framkvæmd hugmyndum af verkefnum sem þeim þykir spennandi. Jólatónleikarnir í Tjarnarborg á Ólafsfirði í kvöld er meðal annars verkefni og hugarfóstur eins hópsins.

 

Ýmis verkefni hafa borið á góma hjá nemendunum en auk skipulagningar jólatónleikanna hefur verið haldinn flóamarkaður og LAN-mót. Þá verður haldið innanhússmót í fótbolta fyrir unglinga næstkomandi þriðjudag, gefinn út uppskriftabæklingur á netinu og gerð viðhorfskönnun frá eldri grunnskólanemum um sameiningu skólanna. Einn hópurinn skoðar síðan grundvöll fyrir hestaleigu á svæðinu.

Markmið miðannaráfangans er að hvetja nemendur til að vera skapandi og kenna þeim að vinna úr þeim hugmyndum sem þeir fá með því að gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa eigin hugmyndir segir Inga Eiríks, kennari áfangans, í bréfi til Sigló.is.

Eins og Sigló.is hefur greint frá þá hefur Inga fengið ýmsa aðila úr atvinnulífinu til að vera með fyrirlestra fyrir nemendur í áfanganum. Er markmiðið með því að sýna nemendum hvernig þarf að skipuleggja verkefni og hvað þarf að hafa í huga til að þau gangi upp.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst