Mun meiri umferð um Fjallabyggð nú en fyrir ári
Um liðna helgi, fóru tæplega þrefalt fleiri bílar um Almenningsnöf, sem er vestan við Siglufjörð, þ.e.a.s. Skagafjarðarmegin, en fóru þá sömu leið sömu daga fyrstu þrjá dagana í október 2009.
Mikil aukning var líka á bílaumferð hinu megin við Fjallabyggð ef marka má tölur Vegagerðarinnar frá Hámundastaðarhálsi, sem er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þar fóru um helmingi fleiri um þessa fyrstu þrjá daga í október í ár en árið 2009.
Enn hefur ekki verið tekinn í gagnið teljari í Héðinsfjarðargöngunum sjálfum, en samkvæmt upplýsingum frá Vegagaerðinni á eftir að setja uppa llan samskiptabúnað þar og líklegt að það verði ekki fyrr en efitr mánuð sem vænta megi þess að hægt verði að nálgast tölur.
Athugasemdir