Nýjasti báturinn í heimaflotanum
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 09.09.2010 | 00:01 | Bergþór Morthens | Lestrar 1371 | Athugasemdir ( )
Hallgrímur BA 77 er nú kominn í heimahöfn á Siglufirði og verður senn Hallgrímur SI 77.
Báturinn var kominn að bryggju um kvöldmatarleytið í gær.
Bátinn átti að gera út frá Sauðárkróki en nú hefur Gústaf Daníelsson og eignarhaldsfélag sem hann hefur umsjón með tekið við rekstrinum og gerir nú út frá Siglufirði.
Nýja áhöfn þarf á bátinn og heldur hann síðan til rækjuveiða.
Það eru alltaf gleðitíðindi þegar fjölgar í bátaflota Siglufjarðar og rennir þetta styrkari stoðum undir atvinnulífið.
Hallgrímur siglir til heimahafnar.
Báturinn var kominn að bryggju um kvöldmatarleytið í gær.
Bátinn átti að gera út frá Sauðárkróki en nú hefur Gústaf Daníelsson og eignarhaldsfélag sem hann hefur umsjón með tekið við rekstrinum og gerir nú út frá Siglufirði.
Nýja áhöfn þarf á bátinn og heldur hann síðan til rækjuveiða.
Það eru alltaf gleðitíðindi þegar fjölgar í bátaflota Siglufjarðar og rennir þetta styrkari stoðum undir atvinnulífið.
Hallgrímur siglir til heimahafnar.
Athugasemdir