Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Bæjarstjóri Fjallabyggðar Fréttamaður Siglo.is hitti á dögunum Sigurð Val Ásbjarnarson nýjan bæjarstjóra Fjallabyggðar og ræddi lauslega við hann.

Fréttir

Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Bæjarstjóri á skrifstofu sinni
Bæjarstjóri á skrifstofu sinni
Fréttamaður Siglo.is hitti á dögunum Sigurð Val Ásbjarnarson nýjan bæjarstjóra Fjallabyggðar og ræddi lauslega við hann.


Hlutirnir gengu hratt fyrir sig hjá nýja bæjarstjóranum í Fjallabyggð en gengið var frá ráðningu hans 23. júní síðastliðinn og var hann mættur til starfa í ráðhúsinu á Siglufirði í byrjun júlí.

Sigurður sem er byggingartæknifræðingur að mennt hefur undanfarin 18 ár verið bæjarstjóri í Sandgerði sem er á utanverðum Reykjanesskaga og engin fjöll í nágrenni bæjarinns.

Það er því töluverð breyting á umhverfi fyrir hann að vera fluttur til Fjallabyggðar og vera umvafinn fjöllunum.
 
Sigurður Valur kann þó afar vel við nýja umhverfið og finnst notalegt að vera umvafinn fjöllunum. Hann kvaðst vera spenntur fyrir nýja starfinu og fullur tilhlökkunar að takast á við ný verkefni og þessa nýju áskorun.

Hann sér mikla möguleika og sóknarfæri í Fjallabyggð ekki síst í umhverfis og atvinnumálum sem eru málaflokkar sem voru teknir rækilega í gegn undir hans stjórn í Sandgerði.

Þegar fréttamaður ræddi við bæjarstjóra var hann ekki  búinn að taka ákvörðun um hvort hann myndi fá sér húsnæði  í austur eða vestur bænum en til stóð að skoða húsnæði á Ólafsfirði en  nokkur skortur er á húsnæði við hæfi á Siglufirði.

Siglo.is býður Sigurð Val og fjölskyldu hans velkomin í bæinn og óskar þeim velfarnaðar.





Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst