Oddverji ÓF-76
Klukkan hálf átta, miðvikudagsmorguninn 21.ágúst, sigldi Oddverji ÓF-76 inn fjörðinn, glæsilegur 29 tonna netabátur í eigu Freys Steinars Gunnlaugssonar. Skælbrosandi hjónin tóku móti fréttamanni með kökum og kræsingum.
Hann var stoltur sjófarinn þegar hann kom í land með nýja bátinn sem hann hyggst breyta fyrir krókakerfið en bátinn sóttu þeir á Rif og voru því rétt að ljúka um þrjátíu klukkustunda ferðalagi. Báturinn sem gengur á um 7,5 mílum var ljúfur í sjónum þrátt fyrir nokkra öldu sögðu frændurnir Freyr og Guðmundur enda báðir vanir að sigla minni og léttari plastbátum.
Einhverja breytinga má vænta áður en báturinn fer í útgerð en þó er stefnt á að það verði fljótlega uppúr mánaðarmótum.
Guðmundur Óli tók Kate Winslet á þetta.
það var fjölmenni við höfnina að skoða Oddverja.
Ánægður útgerðarmaður.
Og ekki var tengdafaðirinn síður ánægður.
Athugasemdir