Öðruvísi um að litast
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 23.05.2011 | 11:18 | | Lestrar 671 | Athugasemdir ( )
Það var bjartara yfir hjá mannfólkinu og fuglunum þann 22. Maí 2010 þegar þessi mynd hér við hlið var tekin.
Afturá móti eins og allir vita, var hvorki veður né líðan fuglana jafngott og á sama tíma í fyrra. Þessi mynd er aðeins ein af tugum ljósmynda sem fuglaveiðimenn hafa sett á kortið í myndavélum sínum.
Á annarri myndinni hér ofar sést rétt glitta í höfuð á æðarfugli sem er alveg á kafi í snjó, þar skammt frá vakir blikinn hennar yfir henni, skoða litla klippu > HER.
Þarna var vindur hvass að norðan og skafrenningur, þannig að myndirnar eru ekki vel skarpar, enda fjarlægð á milli veiðimanns og fuglsins mikil.
Þessi mynd er af grágæsum í gær,er tóku flugið er ljósmyndarinn (veiðimaðurinn) nálgaðist.
Fleiri fuglamyndir HÉR - þær sömu sem komu á vefinn sl. laugardag. Tengill neðst á þeirri síðu.
Athugasemdir