Opið í Herhúsinu í dag, fimmtudag, kl. 5

Opið í Herhúsinu í dag, fimmtudag, kl. 5 Gestir septembermánaðar í Herhúsinu eru listafólkið og hönnuðirnir Julia Lohman og Gero Grundmann -

Fréttir

Opið í Herhúsinu í dag, fimmtudag, kl. 5

Júlía og Gero og nokkur verk þeirra
Júlía og Gero og nokkur verk þeirra

Gestir septembermánaðar í Herhúsinu eru listafólkið og hönnuðirnir Julia Lohman og Gero Grundmann -

munu þau í dag segja frá vinnu sinni og dvölinni hér. Allir eru velkomnir.

Hjónin Júlía og Geró eru þýsk en búa í London. Vinna þeirra spannar vítt svið vöruhönnunar, skúlptúrgerðar, auglýsingateiknunar, prentverks og myndskreytingar. Verkefni þeirra fjalla gjarna um samband mannkyns við náttúna og hvernig maðurinn hagnýtir sér náttúruleg og tilbúin efni. Verk þeirra eru sýnd víða um heim og starfa þau reglulega sem kennarapar í Konunglega listaháskólanum í London, Listaskólanum í Norwich og öðrum háskólum víða um Evrópu.

Frekari upplýsingar er að finna á http://www.julialohmann.co.uk/ og http://www.herhusid.com/


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst