Opnun Héðinsfjarðarganga
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 30.09.2010 | 08:44 | Bergþór Morthens | Lestrar 789 | Athugasemdir ( )
Dagskráin fyrir vígsluathöfn Héðinsfjarðarganga er afar glæsileg og má búast við miklu fjölmenni á þennan merka viðburð.
Að gefnu tilefni er bent á að almennri umferð í gegnum göngin verður ekki hleypt á fyrr en kl. 15.50.
Fram að þeim tíma verða Rútuferðir í boði og ættu allir sem vilja vera við athöfnina að komast.
Tilkynning frá bæjarstjóra :
Helgin 2 og 3. október næstkomandi verður tilkomumikil.
Stórviðburður í sögu Fjallabyggðar þar sem allir taka þátt í að
sameina tvo frábæra byggðarkjarna í eitt raunverulegt og
samtengt sveitarfélag.
Íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem og gestir þeirra og
Vegagerðar munu streyma í Héðinsfjörð og verða við vígslu á
göngum sem tengja Fjallabyggð saman.
Allir eru boðsgestir þennan dag og hefur bæjarstjórn ákveðið að
bjóða gestum í veglegt kaffisamsæti þar sem bæjarbúar
Fjallabyggðar sameinast og drekka kaffi með sínum gestum.
Tíu rútur munu stöðugt aka um Héðinsfjörð, á milli bæjarkjarna, til
að koma í veg fyrir umferðar öngþveiti í göngum og / eða í
Héðinsfirði.
Til að tryggja aðkomu bæjarbúa að vígslunni verður komið fyrir
búnaði í báðum byggðarkjörnunum þannig að íbúar geti fylgst með
þessum atburði beint í gegnum skjávarpa.
Kaffisamsætið verður í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Í Ólafsfirði
að þessi sinni.
Hafið þakkir fyrir góðan undirbúning og viðtökur ágætu bæjarbúar
– sameinuð stöndum við.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Að gefnu tilefni er bent á að almennri umferð í gegnum göngin verður ekki hleypt á fyrr en kl. 15.50.
Fram að þeim tíma verða Rútuferðir í boði og ættu allir sem vilja vera við athöfnina að komast.
Tilkynning frá bæjarstjóra :
Helgin 2 og 3. október næstkomandi verður tilkomumikil.
Stórviðburður í sögu Fjallabyggðar þar sem allir taka þátt í að
sameina tvo frábæra byggðarkjarna í eitt raunverulegt og
samtengt sveitarfélag.
Íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem og gestir þeirra og
Vegagerðar munu streyma í Héðinsfjörð og verða við vígslu á
göngum sem tengja Fjallabyggð saman.
Allir eru boðsgestir þennan dag og hefur bæjarstjórn ákveðið að
bjóða gestum í veglegt kaffisamsæti þar sem bæjarbúar
Fjallabyggðar sameinast og drekka kaffi með sínum gestum.
Tíu rútur munu stöðugt aka um Héðinsfjörð, á milli bæjarkjarna, til
að koma í veg fyrir umferðar öngþveiti í göngum og / eða í
Héðinsfirði.
Til að tryggja aðkomu bæjarbúa að vígslunni verður komið fyrir
búnaði í báðum byggðarkjörnunum þannig að íbúar geti fylgst með
þessum atburði beint í gegnum skjávarpa.
Kaffisamsætið verður í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Í Ólafsfirði
að þessi sinni.
Hafið þakkir fyrir góðan undirbúning og viðtökur ágætu bæjarbúar
– sameinuð stöndum við.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Athugasemdir