Rússinn hans Guðna Sveins
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 22.12.2008 | 14:00 | | Lestrar 496 | Athugasemdir ( )
Guðna Sveinsson þekkja allir og allir vita hans helsta áhugamál eru jeppar, flestir breytast þeir í torfærutröll eftir að Guðni hefur
átt við þá.
Við fréttum af því að hann væri að eiga við einn slíkann sem hann reyndar kallar Kreppil í skúrnum hjá Gunna Júll, siglo.is fór í heimsókn til Guðna í skúrinn og tók hann tali. Gefum nú Guðna orðið:
Jón á Sauðanesi gaf mér þennan bíl í október. Ég gaf síðan Ragga Aðalsteins vélstjóra hjá Ramma hf. hlut í bílnum ásamt Andrési lækni og Byrni bæjó, þessi bíll er sameign okkar félaga og á að hjálpa mönnum í að halda góðri geðheilsu í væntanlegri KREPPU. Gunnar Júl og Sissa voru svo almennileg að leyfa okkur að vera inni með gripinn. Bíllinn er 1981 módel og herjeppi með niðurgíraðar hásingar og er t.d. hæð undir kúlu 40 cm. venjulegur jeppi losar 20 cm. Bíllinn var ansi ryðgaður og ekki furða þar sem hann hefur staðið lengi í Haganesvík í Fljótum. Bíllinn er ekinn um 9.114 km frá upphafi og er eini sinnar tegundar á Íslandi sem ég veit um. Til eru bílar eins útlítandi enn ekki með þessar hásingar. Vélin er af tegundinni Volga. Ég var viss um fyrst eftir að ég byrjaði að rífa bílinn að hann væri alveg handónýtur. Við nánar skoðun á undirvagni og burðarvirki bílsins, sá ég að hægt væri að bjarga honum. Efnis þykkt í t.d. gólfinu var um 1,7 mm. sem er mjög þykkt miðað við bíla í dag sem eru um 0.6 til 0,8 mm hér eru myndir af Kreppil gamla.
Myndir HÉR
Við fréttum af því að hann væri að eiga við einn slíkann sem hann reyndar kallar Kreppil í skúrnum hjá Gunna Júll, siglo.is fór í heimsókn til Guðna í skúrinn og tók hann tali. Gefum nú Guðna orðið:
Jón á Sauðanesi gaf mér þennan bíl í október. Ég gaf síðan Ragga Aðalsteins vélstjóra hjá Ramma hf. hlut í bílnum ásamt Andrési lækni og Byrni bæjó, þessi bíll er sameign okkar félaga og á að hjálpa mönnum í að halda góðri geðheilsu í væntanlegri KREPPU. Gunnar Júl og Sissa voru svo almennileg að leyfa okkur að vera inni með gripinn. Bíllinn er 1981 módel og herjeppi með niðurgíraðar hásingar og er t.d. hæð undir kúlu 40 cm. venjulegur jeppi losar 20 cm. Bíllinn var ansi ryðgaður og ekki furða þar sem hann hefur staðið lengi í Haganesvík í Fljótum. Bíllinn er ekinn um 9.114 km frá upphafi og er eini sinnar tegundar á Íslandi sem ég veit um. Til eru bílar eins útlítandi enn ekki með þessar hásingar. Vélin er af tegundinni Volga. Ég var viss um fyrst eftir að ég byrjaði að rífa bílinn að hann væri alveg handónýtur. Við nánar skoðun á undirvagni og burðarvirki bílsins, sá ég að hægt væri að bjarga honum. Efnis þykkt í t.d. gólfinu var um 1,7 mm. sem er mjög þykkt miðað við bíla í dag sem eru um 0.6 til 0,8 mm hér eru myndir af Kreppil gamla.
Myndir HÉR
Athugasemdir