Sæluhúsið

Sæluhúsið Íslenska Sæluhúsið hefur vakið verðskuldaða athygli eftir að það reis við Aðalgötuna á Siglufirði í júníbyrjun 2009. Þúsundþjalasmiðurinn og

Fréttir

Sæluhúsið

Girðingin við Sæluhúsið
Girðingin við Sæluhúsið
Íslenska Sæluhúsið hefur vakið verðskuldaða athygli eftir að það reis við Aðalgötuna á Siglufirði í júníbyrjun 2009. Þúsundþjalasmiðurinn og safnamaðurinn Örlygur Kristfinnsson hefur nú sett upp girðingu við húsið.

Girðingin er í gömlum stíl með grjóthleðslu inn á milli og setur  mikinn svip á umhverfið og rammar húsið glæsilega inn.
 
Sæluhúsið hefur vakið mikla athygli eftir að það reis við Aðalgötuna  og hafa hundruðir gesta  litið inn og skoðað húsakynnin og fá hús eru jafnmikið mynduð á Siglufirði.

Það er nokkuð ljóst að þessi framkvæmd á ekki eftir að draga úr áhuga fólks á húsinu.



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst