Sautján brautskráðir úr MTR

Sautján brautskráðir úr MTR Stærsti hópur til þessa brautskráðist frá skólanum í dag. Í lok haustannar útskrifuðust átta stúdentar þannig að brautskráðir

Fréttir

Sautján brautskráðir úr MTR

Lukkulegir útskriftanemar. Mynd mtr.is
Lukkulegir útskriftanemar. Mynd mtr.is

Stærsti hópur til þessa brautskráðist frá skólanum í dag. Í lok haustannar útskrifuðust átta stúdentar þannig að brautskráðir nemendur eftir veturinn eru tuttugu og fimm. Skólinn tók til starfa haustið 2010 og er þetta 8. útskriftin. Samtals hafa 58 nemendur útskrifast frá skólanum. Hann hefur verið fullsetinn í tvö ár miðað við þær áætlanir sem gerðar voru áður en hann tók til starfa.  Segir þetta á heimasíðu MTR.

Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari sagði í ræðu sinni við brautskráningu í morgun að húsnæðið væri farið að þrengja verulega að starfseminni. Á vorönn voru 170 nemendur skráðir í nám við skólann, 113 staðnemar en 57 fjarnemar. Hlutföll kynja voru jöfn, 86 stúlkur og konur en 84 piltar og karlmenn. Starfsmenn voru 24.

Lára Stefánsdóttir, skólameistari sagði að þeir sem nú væru að útskrifast hefðu flestir komið í skólann beint eftir grunnskóla og hefðu því verið í MTR allan framhaldsskólatímann. „Þið þorðuð að koma, þið treystuð okkur og við treystum á ykkur“ sagði Lára. Hún sagði líka að þótt hún hefði víða farið hefði hún hvergi séð jafn mikinn samstarfsvilja við skóla í nærsamfélagi hans. Sama væri hvort málið snerist um samstarf við íþróttafélög, björgunarsveit eða fólk í atvinnulífinu, allir væru boðnir og búnir til að gera sitt til að efla nám nemenda og aðstoða starfsmenn skólans.

Þórhildur Sölvadóttir flutti ávarp nýstúdents og sagðist varla trúa því að þrír vetur væru liðnir síðan hún hóf nám hér. Hún sagði að sér hefði liðið vel allan tímann ekki síst vegna þess hve skólinn sé persónulegur og heimilislegur. Þórhildur sagði að það hefði verið gaman að vera nemandi í nýjum skóla og hjálpa til við að móta hann. Skólinn hefði gefið hópnum tækifæri til að opna hugann, komast nær markmiðum sínum í lífinu og sýna að það séu fleiri en ein leið í boði.  Myndir


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst