Sérstćtt útlit Hótel Sunnu vekur eftirtekt
Uppbygging Rauðku við smábátahöfnina á Siglufirði hefur vakið mikla eftirtekt á síðustu árum og líður nú senn að stærsta áfanga fjárfestingarinnar, Hótel Sunnu.
Útlit og grunnur hótelsins hefur nú verið hannaður en 64 herbergi hafa verið teiknuð af Jóni Steinari Ragnarssyni í þessu sérstæða húsi sem stendur út í smábátahöfnina. Leikmyndahönnuðurinn Jón Steinar hefur séð um heildarhönnun svæðisins hjá Rauðku og haldið utan um útlit allra húsanna í þeim tilgangi að samræma þau umhverfi sínu og sögu svæðisins ásamt því að skapa eina heilsteypta mynd.
Á hótelinu, sem reist verður til að hafa alla burði sem fjögurra stjörnu hótel, er gert ráð fyrir nokkrum svítum, heilsulind , bar, setustofu og veitingasal. Er þannig stuðlað að hærra þjónustustigi í bæjarfélaginu ásamt því að skapa grundvöll fyrir ýmis önnur afleidd störf í ferðaþjónustu á svæðinu.
Sérstæður stíll hótelsins hefur vakið eftirtekt enda sjaldgæft að húsnæði séu byggð í þessum stíl á seinni árum.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Jón Steinar hefur útfært í hönnunarferlinu.
Athugasemdir