Siglfirðingaball laugardaginn 23. maí
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 22.05.2009 | 12:00 | | Lestrar 921 | Athugasemdir ( )
Siglfirðingaball laugardaginn 23. maí veitingahúsinu Catalinu við Hamraborg.
Fyrir ári síðan kom upp sú hugmynd að blása til Siglfirðingahittings á veitingastaðnum Catalinu sem er við Hamraborgina í Kópavogi.
Það gerðist á tveggja manna tali eftir hljóðfæraflutninga og helgarundirbúning einhverju sinni þegar sest var niður í spjall með öðrum eigenda staðarins.
En til gamans má geta þess að sá heitir Steingrímur Stefnisson og er sonur Stefnis Guðlaugssonar sem bjó að Eyrargötu 22 á Siglufirði fyrir allmörgum árum.
Það hafði vissulega oft komið til tals meðal þeirra sem búa nú orðið sunnan heiða og hafa staðið fyrir hljómsveitarútgerð og dansleikjahaldi í tímans rás, að koma saman annað hvort fyrir norðan eða sunnan og taka nokkur lög sjálfum sér og vonandi öðrum sveitungum til skemmtunar.
Því miður hafa næstum því jafn oft minni framkvæmdir fylgt hinum góðu áformum en efni hafa staðið til, en að þessu sinni myndaðist einhver pressa á framkvæmdina því yfirlýsing var gefin út og dagsetningin ákveðin. Og þrátt fyrir frekar litla markaðssetningu og skamman fyrirvara varð mæting með ágætum.
Laust upp úr kl. 23 fór fólk að týnast inn og settist þá gjarnan niður yfir ölkrús eða kaffibolla, en fljótlega hófst dansleikurinn þar sem hin hálfsiglfirska tveggja manna hljómsveit Vanir Menn lék fyrir dansi.
Eftir svolitla upphitun stigu svo númer kvöldsins á svið eitt af öðru, þau Selma Hauksdóttir, Magnús Guðbrandsson, Leó Ingi Leósson, og Kristbjörn Bjarnason.
Og eins og svo oft eftir vel heppnað og skemmtilegt kvöld var haft á orði að þetta þyrfti að endurtaka að ári, en það er akkúrat það sem nú stendur til að gera.
Þau Selma og Kristbjörn mæta aftur til leiks í ár, en nú bætast einnig við Birgir Eðvarðsson (Biggi Ölmu) og líklega einhverjir fleiri.
Allur undirbúningur og framkvæmd er unnin í sjálfboðavinnu þeirra sem að málinu koma og er frítt inn á staðinn. Tilgangurinn er að eiga skemmtilega stund saman, rifja upp nokkra Siglfirska popptakta, hitta sveitunga vora og fá okkur léttan snúning.
Nokkrar myndir frá fjörinu frá fyrra ári, 2008 eru HÉR
lró
Fyrir ári síðan kom upp sú hugmynd að blása til Siglfirðingahittings á veitingastaðnum Catalinu sem er við Hamraborgina í Kópavogi.
Það gerðist á tveggja manna tali eftir hljóðfæraflutninga og helgarundirbúning einhverju sinni þegar sest var niður í spjall með öðrum eigenda staðarins.
En til gamans má geta þess að sá heitir Steingrímur Stefnisson og er sonur Stefnis Guðlaugssonar sem bjó að Eyrargötu 22 á Siglufirði fyrir allmörgum árum.
Það hafði vissulega oft komið til tals meðal þeirra sem búa nú orðið sunnan heiða og hafa staðið fyrir hljómsveitarútgerð og dansleikjahaldi í tímans rás, að koma saman annað hvort fyrir norðan eða sunnan og taka nokkur lög sjálfum sér og vonandi öðrum sveitungum til skemmtunar.
Því miður hafa næstum því jafn oft minni framkvæmdir fylgt hinum góðu áformum en efni hafa staðið til, en að þessu sinni myndaðist einhver pressa á framkvæmdina því yfirlýsing var gefin út og dagsetningin ákveðin. Og þrátt fyrir frekar litla markaðssetningu og skamman fyrirvara varð mæting með ágætum.
Laust upp úr kl. 23 fór fólk að týnast inn og settist þá gjarnan niður yfir ölkrús eða kaffibolla, en fljótlega hófst dansleikurinn þar sem hin hálfsiglfirska tveggja manna hljómsveit Vanir Menn lék fyrir dansi.
Eftir svolitla upphitun stigu svo númer kvöldsins á svið eitt af öðru, þau Selma Hauksdóttir, Magnús Guðbrandsson, Leó Ingi Leósson, og Kristbjörn Bjarnason.
Og eins og svo oft eftir vel heppnað og skemmtilegt kvöld var haft á orði að þetta þyrfti að endurtaka að ári, en það er akkúrat það sem nú stendur til að gera.
Þau Selma og Kristbjörn mæta aftur til leiks í ár, en nú bætast einnig við Birgir Eðvarðsson (Biggi Ölmu) og líklega einhverjir fleiri.
Allur undirbúningur og framkvæmd er unnin í sjálfboðavinnu þeirra sem að málinu koma og er frítt inn á staðinn. Tilgangurinn er að eiga skemmtilega stund saman, rifja upp nokkra Siglfirska popptakta, hitta sveitunga vora og fá okkur léttan snúning.
Nokkrar myndir frá fjörinu frá fyrra ári, 2008 eru HÉR
lró
Athugasemdir