Siglfirðingar gera það gott í stærðfræði

Siglfirðingar gera það gott í stærðfræði Þann 24 apríl tóku Þrír nemendur úr 9. bekk þátt í úrslitakeppni Norðurlands-vestra í stærðfræði og  fór hún

Fréttir

Siglfirðingar gera það gott í stærðfræði

Hrafn, Bjarni og Ægir
Hrafn, Bjarni og Ægir

Þann 24 apríl tóku Þrír nemendur úr 9. bekk þátt í úrslitakeppni Norðurlands-vestra í stærðfræði og  fór hún fram í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

 

Það voru 16 nemendur sem höfðu rétt á því að taka þátt í þessari keppni en einn sá sér ekki fært að mæta. Það voru því 15 sigurvegar sem þarna voru mættir,  því að í byrjun voru 118 nemendur í keppninni.

Okkar nemendur stóðu sig allir með prýði en þetta voru þeir Bjarni Mark, Hrafn og Ægir. Allir þátttakendur fengu verðlaun en Hrafn gerði gott betur og lenti í 3ja sæti. Frábær árangur hjá Hrafni að lenda í 3ja sæti af 118 nemendum frá norðurlandi-vestra sem byrjuðu í keppninni.

Við óskum Hrafni og fjölskyldu hans til hamingju með þennan frábæra árangur.


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst