Siglfirsk spennusaga á toppnum

Siglfirsk spennusaga á toppnum Siglfirska spennusagan Snjóblinda var mest selda íslenska skáldsagan vikuna 18.- 24. október, samkvæmt metsölulista

Fréttir

Siglfirsk spennusaga á toppnum

Ragnar áritar bók í
Ragnar áritar bók í
Siglfirska spennusagan Snjóblinda var mest selda íslenska skáldsagan vikuna 18.- 24. október, samkvæmt metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda, sem nær til verslana um allt land.

Á lista yfir allar seldar bækur er Snjóblinda í sjötta sæti, aðeins þýddar sögur og handbækur eru ofar.


Þess er skemmst að minnast að Ragnar Jónasson, höfundur Snjóblindu, las úr bók sinni á Siglufirði á föstudaginn, á vettvangi glæpsins.

Í kjölfarið áritaði hann eintök af bókinni í "kaupfélaginu" í eina og hálfa klukkustund.

Bækurnar runnu út eins og heitar lummur og greinilegt að siglfirðingar eru spenntir fyrir þessari nýju bók Ragnars.

Siglfirðingar eru þó greinilega ekki einir um áhugann því bókin fer beina leið á topp metsölulistans.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst