Siglfirski neyðarpakkinn
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 23.09.2010 | 11:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 747 | Athugasemdir ( )
Þeir félagar hjá Siglól fá góða umfjöllun um neyðarpakkann sem þeir eru búnir að þróa.
Þetta eru góðar fréttir af spennandi nýsköpunarfyrirtæki í bænum okkar.
Fréttamiðillinn DV gerir starfssemi þeirra góð skil í frétt sem birtist á netinu í gær :
Félagarnir Hermann Einarsson, Baldvin Ingimarsson og Steinar Svavarsson hafa fullþróað neyðarmatarpakka fyrir þurfandi á hamfarasvæðum. Pakkinn er unnið úr fiskislógi og er þannig úr garði gerður að hann hentar best þeim sem ekki hafa borðað neitt í langan tíma. Kveikjan að verkefninu var doktorsritgerð Jóns Óttars Ragnarssonar, stofnanda Stöðvar 2.
„Okkur fannst bara djöfullegt að horfa á eftir öllum þessum verðmætum í sjóinn. Þar að auki er þörfin mikil fyrir svona hjálpargögn og með þessu getum við bæði hjálpað öðrum og um leið skapað atvinnu í bænum,“ segir Baldvin Ingimarsson, forstjóri SiglÓl á Siglufirði.
Í samstarfi við félaga sína, þá Hermann Einarsson og Steinar Svavarsson, stofnaði Baldvin sprotafyrirtækið síðla síðasta árs. Áður höfðu þremenningarnir verið með í þróun neyðarmatarpakka fyrir þurfandi þjóðir í um tveggja ára skeið og standa nú uppi með fullþróaða vöru. Neyðarpakkarnir eru búnir til úr fiskislógi, úrgangi sem fram til þessa hefur verið hent, og eru hannaðir fyrir nauðstadda á hamfarasvæðum sem ekki hafa fengið neitt að borða í langan tíma.
Hinn siglfirski neyðarpakki hentar vel að því leyti að hann er auðmeltanlegur og þurfandi geta því borðað hann strax eftir að hafa jafnvel verið matarlaust í marga daga. Aðspurður segir Baldvin pakkann vera tilbúinn og nú hefjist söluferlið í gegnum Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Við erum búnir að vera með þetta í þróun, pakkinn er tilbúinn og allt í góðu með hann, en við erum núna að vinna í söluferlinu. Fyrstu skrefin er að njóta aðstoðar utanríkisráðuneytisins og þaðan yfir til Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna,“ segir Baldvin.
„Þessi pakki á að fullnægja dagsskammti próteins fyrir einstakling. Í honum verður massi sem verður fyrir komið í mjög geymsluþolið form og pakkað í umhverfisvænar umbúðir. Margar hjálparstofnanir hafa sýnt þessu áhuga, meðal annars Rauði krossinn. Þróunin er búin að taka tvö ár en í höndunum erum við nú með fullunna vöru sem hægt að nýta til manneldis.
Frétt þessi birtist upphaflega á dv.is : Úrgangur nýttur í neyðarpakka
Þetta eru góðar fréttir af spennandi nýsköpunarfyrirtæki í bænum okkar.
Fréttamiðillinn DV gerir starfssemi þeirra góð skil í frétt sem birtist á netinu í gær :
Félagarnir Hermann Einarsson, Baldvin Ingimarsson og Steinar Svavarsson hafa fullþróað neyðarmatarpakka fyrir þurfandi á hamfarasvæðum. Pakkinn er unnið úr fiskislógi og er þannig úr garði gerður að hann hentar best þeim sem ekki hafa borðað neitt í langan tíma. Kveikjan að verkefninu var doktorsritgerð Jóns Óttars Ragnarssonar, stofnanda Stöðvar 2.
„Okkur fannst bara djöfullegt að horfa á eftir öllum þessum verðmætum í sjóinn. Þar að auki er þörfin mikil fyrir svona hjálpargögn og með þessu getum við bæði hjálpað öðrum og um leið skapað atvinnu í bænum,“ segir Baldvin Ingimarsson, forstjóri SiglÓl á Siglufirði.
Í samstarfi við félaga sína, þá Hermann Einarsson og Steinar Svavarsson, stofnaði Baldvin sprotafyrirtækið síðla síðasta árs. Áður höfðu þremenningarnir verið með í þróun neyðarmatarpakka fyrir þurfandi þjóðir í um tveggja ára skeið og standa nú uppi með fullþróaða vöru. Neyðarpakkarnir eru búnir til úr fiskislógi, úrgangi sem fram til þessa hefur verið hent, og eru hannaðir fyrir nauðstadda á hamfarasvæðum sem ekki hafa fengið neitt að borða í langan tíma.
Hinn siglfirski neyðarpakki hentar vel að því leyti að hann er auðmeltanlegur og þurfandi geta því borðað hann strax eftir að hafa jafnvel verið matarlaust í marga daga. Aðspurður segir Baldvin pakkann vera tilbúinn og nú hefjist söluferlið í gegnum Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Við erum búnir að vera með þetta í þróun, pakkinn er tilbúinn og allt í góðu með hann, en við erum núna að vinna í söluferlinu. Fyrstu skrefin er að njóta aðstoðar utanríkisráðuneytisins og þaðan yfir til Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna,“ segir Baldvin.
„Þessi pakki á að fullnægja dagsskammti próteins fyrir einstakling. Í honum verður massi sem verður fyrir komið í mjög geymsluþolið form og pakkað í umhverfisvænar umbúðir. Margar hjálparstofnanir hafa sýnt þessu áhuga, meðal annars Rauði krossinn. Þróunin er búin að taka tvö ár en í höndunum erum við nú með fullunna vöru sem hægt að nýta til manneldis.
Frétt þessi birtist upphaflega á dv.is : Úrgangur nýttur í neyðarpakka
Athugasemdir