Jólaandinn ríkjandi á Sigló Hótel

Jólaandinn ríkjandi á Sigló Hótel Sigló Hótel hefur fengið mikla og jákvæða umfjöllun á frétta og samfélagsmiðlum frá því síðustu helgi en síðastliðinn

Fréttir

Jólaandinn ríkjandi á Sigló Hótel

Arinstofan á Sigló Hótel
Arinstofan á Sigló Hótel

Sigló Hótel hefur fengið mikla og jákvæða umfjöllun á frétta og samfélagsmiðlum frá því síðustu helgi en síðastliðinn sunnudag urðu um 50 manns innligsa á Siglufirði vegna snjóflóða og veðurs eftir jólahlaðborð á hótelinu og Rauðku. Hedinsfjordur.is, Pressan.is og Hringbraut.is ásamt Íslandi í Bítið á Bylgjunni hafa öll fjallað um ævintýri og umfjallanir helgarinnar. 

Uppspretta fréttaumfjallananna kemur frá facebookfærslu Svanhildi Daníelsdóttur sem varð veðurteppt á Siglufirði síðastliðna helgi. Þar segir hún frá ánægjulegri upplifun sinni og annarra gesta sem fengu að njóta viðveru á Sigló Hótel endurgjaldslaust vegna þess að þau urðu veðurteppt, að auki fengu þau ánægjulega upplifun í Bakaríinu og til að toppa þetta allt þá hafi verið búið að skafa af bílunum þeirr þegar þau lögðu í hann morguninn eftir. 

Að sögn Sigríðar Maríu Róbertsdóttur, hótelstýru Sigló Hótels, hafa hótelið og starfsmenn þess fengið mörg skilaboð í vikunni frá ánægðum viðskiptavinum síðastliðinnar helgar. "Það er afar ánægjulegt að finna þakklætið frá viðskiptavinunum, það er notaleg tilfinning sem við kunnum mikils að meta".

Sigló Hótel

 


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst