Sigló.is með yfir 1 milljón heimsóknir
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 22.11.2010 | 10:35 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 428 | Athugasemdir ( )
Sigló.is hefur nú náð þeim merka áfanga að hafa fengið yfir 1 milljón heimsóknir á nýju síðuna sem tekin var í gagnið í lok árs 2008.
Í dag, þann 22. nóvember, eru rétt ríflega tvö ár síðan ný heimasíða sigló.is var tekin í gagnið og telja heimsóknir á síðuna nú 1.011.347. Heimildir frá Stefnu á Akureyri, sem hýsir siglo.is, staðfesta að óalgegnt sé að einkasíður fái svo mikla aðsókn eins og Sigló.is gerir.
Margt er hér sem spilar inní og er það ötult starf Steingríms Kristinssonar í gegnum tíðina sem byggt hefur grunninn af þeim miklu vinsældum sem vefurinn hefur í dag. Ljósmyndasafnið er kjarni síðunnar og er gríðarlega vinsælt hjá gestum síðunnar að fletta í gegnum það. Fréttasíðan verður síðfellt stærri hluti af síðunni og hefur Gunnlaugur Stefán Guðleifsson átt stóran þátt í uppbyggingu þess hlutar eftir að nýja síðan fór af stað, en Bergþór Morthens er sérlegur fréttari síðunnar í dag og skrifar fréttir með stakri prýði.
Sigló.is hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á þessu tímabili og má þar helst nefna endurskipulagningu ljósmyndasafnsins sem 1,5 starfsmenn hafa unnið að síðastliðið eitt og hálft ár. Þá hefur leigumiðlun Valló fest sér sess á síðunni, vefauglýsingar hafa bæst í hópinn og nýjasta viðbótin er fróðleikurinn „spjallað við burtflutta“ sem þeir félagar Leó og Biggi skrifa 2-4 sinnum í mánuði og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur.
Sigló.is þakkar öllum gestum sínum og velunnurum fyrir þær gríðarlega góðu móttökur sem vefurinn hefur fengið á undanförnum tveimur árum.
Í dag, þann 22. nóvember, eru rétt ríflega tvö ár síðan ný heimasíða sigló.is var tekin í gagnið og telja heimsóknir á síðuna nú 1.011.347. Heimildir frá Stefnu á Akureyri, sem hýsir siglo.is, staðfesta að óalgegnt sé að einkasíður fái svo mikla aðsókn eins og Sigló.is gerir.
Margt er hér sem spilar inní og er það ötult starf Steingríms Kristinssonar í gegnum tíðina sem byggt hefur grunninn af þeim miklu vinsældum sem vefurinn hefur í dag. Ljósmyndasafnið er kjarni síðunnar og er gríðarlega vinsælt hjá gestum síðunnar að fletta í gegnum það. Fréttasíðan verður síðfellt stærri hluti af síðunni og hefur Gunnlaugur Stefán Guðleifsson átt stóran þátt í uppbyggingu þess hlutar eftir að nýja síðan fór af stað, en Bergþór Morthens er sérlegur fréttari síðunnar í dag og skrifar fréttir með stakri prýði.
Sigló.is hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á þessu tímabili og má þar helst nefna endurskipulagningu ljósmyndasafnsins sem 1,5 starfsmenn hafa unnið að síðastliðið eitt og hálft ár. Þá hefur leigumiðlun Valló fest sér sess á síðunni, vefauglýsingar hafa bæst í hópinn og nýjasta viðbótin er fróðleikurinn „spjallað við burtflutta“ sem þeir félagar Leó og Biggi skrifa 2-4 sinnum í mánuði og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur.
Sigló.is þakkar öllum gestum sínum og velunnurum fyrir þær gríðarlega góðu móttökur sem vefurinn hefur fengið á undanförnum tveimur árum.
Athugasemdir