Siglufjörður á “vordögum”
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 13.04.2010 | 20:35 | | Lestrar 433 | Athugasemdir ( )
Það er orðið allnokkuð langt sían hér á síðum sksiglo.is hefur sést mynd frá af þessu sjónarhorni, myndir sem áður tengdust “Hádegisveðrinu” á Sigló. Myndin var tekin í hádeginu í dag.
Vonandi er þessum leiðinda kafli á lokastigi, þar sem farfuglunum fjölgar með hverjum degi og tími frjóseminnar nálgast óðum hjá fiður fuglunum. Meðfylgjandi myndir frá því í dag og í byrjun vikunnar sýna hve snjóa hefur leyst og það sem borið hefur þeim fyrir augu sem daglega eru á ferðinni.
Götur bæjarins hafa komið óvenju illa undan snjó og og víða eru djúpar holur sem varasamt eru akandi og jafnvel gangandi.
Þessi ruslahaugur er vart nokkuð augnayndi, en hann var búinn til með hraði til að rýma fyrir sandi sem koma átti frá sanddæluskipi, sandi sem ekki voru til peningar til að greiða fyrir þegar á reyndi og sanddæluskipið sem legið hafð hér í nokkra daga fór af vettvangi.
Veiðarfæri á Óskarsbryggju þann 11. síðastliðinn, eftir að skip hafði skipt um veiðarfæri eins og gengu, en voru fljótlega fjarlægð og komið til geymslu
Undanfarið eftir að veður batnaði hefur verið unnið hörðum höndum við að sjóbúa mótorbátinn Steina Vigg sem er flaggskip Rauðku ehf, en báturinn verður notaður vegna sjóstangaveiði tengda ferðaþjónustu á komandi sumri.
Hús undir og á Ásnum á Siglufirði. Myndin er tekin í dag.
Ljósmyndir: (sk)
Athugasemdir