Sjómannslífið í söng og mynd
mbl.is | Norðlenskar fréttir | 28.01.2011 | 10:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 783 | Athugasemdir ( )
Starfsmenn Slysavarnaskólans, taka við einnar milljón króna ávísun úr hendi Björns Vals Gíslasonar í Bíó Paradís í gærkvöldi. mbl.is/Ómar
Það var sannkallaður sjómannadagur í Bíó Paradís í gærkvöldi.
Þar var heimildarmyndin Roðlaust og beinlaust eftir Ingvar Þórisson frumsýnd.
Hún fjallar um samnefnda hljómsveit í áhöfn frystitogarans Kleifarbergs ÓF-2. Björn Valur Gíslason, alþingismaður, sjómaður og meðlimur í Roðlaust og beinlaust, sagði að kjarni hljómsveitarinnar væri af Kleifarberginu.
Tveir félagar í landi hafa séð um upptökur, útsetningar o. fl. Fjölmargir hafa komið að hljómsveitinni í gegnum tíðina.
Tíu ár eru síðan fyrsta plata hljómsveitarinnar, Bráðabirgðalög, kom út.
Við höfum spilað saman okkur til skemmtunar. Svo komum við að skemmtun í kringum sjómannadag, að mig minnir, og sömdum þá þetta fína blúslag sem heitir Roðlaust og beinlaust, eins og hljómsveitin.
Upp úr því fóru að koma fleiri lög," sagði Björn Valur í umfjöllum um hljómsveitina.
Athugasemdir