Skemmdarverk í Héðinsfjarðargöngum
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 30.11.2010 | 06:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 730 | Athugasemdir ( )
Fréttastofa RÚV greinir frá því að tveir piltar um tvítugt eru grunaðir um að hafa stolið nítján slökkvitækjum úr Múlagöngum og ekið niður á þriðja tug vegstika í vestari hluta Héðinsfjarðarganga.
Sjö slökkvitæki hurfu úr Múlagöngunum síðastliðið fimmtudagskvöld og síðan voru tólf tæki til viðbótar á bak og burt á föstudagskvöld.
Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem slökkvitækjum er stolið úr Múlagöngunum. Gunnar J. Jóhannsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, segir að þarna hafi verið unnin skemmdarverk, slökkviktækjum stolið eða sprautað úr þeim. Þá séu dæmi um að öryggissímar hafi verið skemmdir.
Lögreglan er búin að finna slökkvitækin sem var stolið í Múlagöngunum. Gunnar segir að fundist hafi tíu óskemmd slökkvitæki, en búið hafi verið að tæma nokkur.
En piltarnir létu ekki staðar numið við stuld á nítján slökkvitækjum í Múlagöngunum. Þeir óku inn í Héðinsfjarðargöngin og óku niður á þriðja tug vegstika í vestari hluta þeirra - það er milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar.
Fréttin birtist upphaflega 29.11.2010 á heimasíðu RÚV.
Sjö slökkvitæki hurfu úr Múlagöngunum síðastliðið fimmtudagskvöld og síðan voru tólf tæki til viðbótar á bak og burt á föstudagskvöld.
Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem slökkvitækjum er stolið úr Múlagöngunum. Gunnar J. Jóhannsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, segir að þarna hafi verið unnin skemmdarverk, slökkviktækjum stolið eða sprautað úr þeim. Þá séu dæmi um að öryggissímar hafi verið skemmdir.
Lögreglan er búin að finna slökkvitækin sem var stolið í Múlagöngunum. Gunnar segir að fundist hafi tíu óskemmd slökkvitæki, en búið hafi verið að tæma nokkur.
En piltarnir létu ekki staðar numið við stuld á nítján slökkvitækjum í Múlagöngunum. Þeir óku inn í Héðinsfjarðargöngin og óku niður á þriðja tug vegstika í vestari hluta þeirra - það er milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar.
Fréttin birtist upphaflega 29.11.2010 á heimasíðu RÚV.
Athugasemdir