Skemmtilegt útsýni frá Sunnu

Skemmtilegt útsýni frá Sunnu Það verður ekki amalegt útsýnið úr herbergjum Hótel Sunnu en á vef Rauðku er tekið forskot á sælunna þar sem textinn

Fréttir

Skemmtilegt útsýni frá Sunnu

Útsýnið frá Hótel Sunnu
Útsýnið frá Hótel Sunnu

Það verður ekki amalegt útsýnið úr herbergjum Hótel Sunnu en á vef Rauðku er tekið forskot á sælunna þar sem textinn textahöfundur setur sig í fótspor komandi gesta. Ímyndaði hann sér hvernig væri að vakna eftir síðdegisblund og stíga út að glugga nokkurra vel valinna herbergja í Sunnu.

Útsýnið frá Hótel Sunnu

„Ég vaknaði eftir síðdegislúrinn og teygði rétt úr mér í rúminu þegar ferskt sjávarloftið í þessum yndislega smábæ tók á móti mér. Ég hafði skilið gluggann eftir opinn og sjómennirnir voru að bardúsa utan við gluggann þegar mér var litið út eftir að hafa fengið kaffið mitt sent uppá herbergi. Ég sat þar drykklanga stund að njóta útsýnisins áður en ég ákvað að rölta til þeirra og sjá hver afli dagsins hefði verið. Það er gott að njóta sumrafrísins á Sigló“.

Útsýnið frá Hótel Sunnu

„Það vekur gamlar minningar að líta hér út af svölunum og hafa Hólshyrnuna í augsýn, í dag ætla ég að ganga á hyrnuna og endur upplifa uppáhaldssjónarhorn mitt yfir bæinn. Kannski ég setjist síðan í arinstofuna og fái mér kaffi og koníak þegar ég kem til baka, eða hendi mér í heitapottinn til að slaka létt á“.

Útsýnið frá Hótel Sunnu

„Það hafði færst ró yfir síldarminjasafnið þegar ég leit út eftir viðburðarríkan dag. Þarna stóð ég á bryggjunni í dag og fylgdist með síldarstúlkunum salta áður en ég fékk snafs og ekki var slæmt að enda heimsóknina á að dansa við þær. Ég sat síðan við smábótahöfnina og naut veðurblíðunnar meðan krakkarnir dönsuðu um bátana og léku sér í minigolf og strandblaki. Ég gat slappað af með ölkrús á meðan. Sigló er yndislegur staður til að njóta góðra stunda“.


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst