Sólmyrkvinn á Siglufirði
Ekki voru skilyrði til að sjá sólmyrkvann á Siglufirði ákjósanleg en það rofaði þó til og hann birtist okkur upp af af Staðarhólshnjúk. Falleg og dulúðleg birta með dásamlegum skuggamyndum leið yfir landslagið á meðan tunglið dró fyrir sólu.
Meðfylgjandi eru myndir Kristínar Sigurjónsdóttur sem tók myndir af skuggum sólmyrkvans og Sveins Þórsteinssonar sem myndaði sjálfan sólmyrkvann.
Dulúðleg birta yfir skíðasvæðinu
Sólmyrkvinn birtist yfir Hólshyrnunni
Sólmyrkvinn hulinn skýjaslæðu
Sólmyrkvinn séður í gegnum rafsuðugler
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Sveinn Þorsteinsson og Kristín Sigurjónsdóttir
Athugasemdir