Sorgardagur á Siglufirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 17.11.2011 | 12:50 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 2932 | Athugasemdir ( )
Það er stilla yfir firðinum, sorg ríkir yfir bænum og meira að segja fáninn sýnir depurð sína þar sem hann lafir niðurlútur í hálfri stöng. Mikil sorg ríkir hjá bæjarbúum og er hugur þeirra allra hjá fjölskyldu ungrar látinnar stúlku og vinkonu hennar sem liggur nú á sjúkrahúsinu á Akureyri. Friðarljós eru tendruð um allan bæ og lýsa samhugi Siglfirðinga.
Athugasemdir