Sprenging í Norðurgötu
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 18.10.2010 | 22:09 | Bergþór Morthens | Lestrar 2406 | Athugasemdir ( )
Mikil sprenging varð í húsi við Norðurgötu seinnipartinn í dag.
Sprengingin var nokkuð öflug og urðu íbúar í nærliggjandi húsum verulega varir við hana.
Krafturinn var þvílíkur að húsið gliðnaði að einhverju leyti og hlaðinn veggur hrundi niður.
Ástæður sprengingarinnar eru ókunnar að svo stöddu en að sögn lögreglu verður málið rannsakað í fyrramálið.
Einn íbúi í var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar til aðhlynningar.
Slökkviliðsmenn kanna aðstæður.
Sprengingin var nokkuð öflug og urðu íbúar í nærliggjandi húsum verulega varir við hana.
Krafturinn var þvílíkur að húsið gliðnaði að einhverju leyti og hlaðinn veggur hrundi niður.
Ástæður sprengingarinnar eru ókunnar að svo stöddu en að sögn lögreglu verður málið rannsakað í fyrramálið.
Einn íbúi í var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar til aðhlynningar.
Slökkviliðsmenn kanna aðstæður.
Athugasemdir