Nýjasti báturinn í heimaflotanum
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 23.10.2010 | 01:22 | Bergþór Morthens | Lestrar 927 | Athugasemdir ( )
Þeir félagar Hjalti Gunnarsson og Ragnar Aðalsteinsson hafa látið gamlan draum verða að veruleika og eignuðust nýverið glæsilegan Súðbyrðing sem þeir ætla að gera upp.
Báturinn sem hét upphaflega Gunnhildur ÓF 18 kannast kannski margir við en hefur staðið norðan við Dalvík undanfarna áratugi.
Þann 15. október síðastliðinn var báturinn hífður upp á vagn og fluttur í gegnum Múlagöng og Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar þar sem núverandi eigendur ætla að gera hann upp.
Þeir félagar komust að því að þeir voru báðir með undirliggjandi dellu fyrir því að eignast svona bát og gera upp, aðalega í þeim tilgangi að kynnast handbragðinu og einnig til þess að leggja sitt af mörkum til þess að varðveita þessa gömlu báta.
Þeir leituðu að hentugum bátum vítt og breitt um landið áður en fjárfest var í Gunnhildi ÓF 18. Báturinn var upphaflega smíðaður og gerður út frá Ólafsfirði árið 1982.
,,Hugmynd okkar Ragnars er að gera bátinn upp svo af honum verði sómi og ætlum okkur að sigla um með konurnar okkar á fallegum sumarkvöldum þegar kvöldsólin sígur í hafið". Sagði Hjalti Gunnarsson um áform þeirra félaga.
Árni Björn Árnason heldur úti vefsíðunni aba.is en þar má finna upplýsingar um gamla báta og hann aðstoðaði þá félaga við það að komast yfir bátinn.
Á heimasíðu Árna má finna allar upplýsingar um bátinn og einnig myndir, td. mynd af þeim útgerðarmönnunum við bátinn þegar hann var hífður á vagn í Dalvík.
Þetta er flott hjá þeim félögum og gaman verður að sjá þá sigla um í kvöldsólinni.
Báturinn sem hét upphaflega Gunnhildur ÓF 18 kannast kannski margir við en hefur staðið norðan við Dalvík undanfarna áratugi.
Þann 15. október síðastliðinn var báturinn hífður upp á vagn og fluttur í gegnum Múlagöng og Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar þar sem núverandi eigendur ætla að gera hann upp.
Þeir félagar komust að því að þeir voru báðir með undirliggjandi dellu fyrir því að eignast svona bát og gera upp, aðalega í þeim tilgangi að kynnast handbragðinu og einnig til þess að leggja sitt af mörkum til þess að varðveita þessa gömlu báta.
Þeir leituðu að hentugum bátum vítt og breitt um landið áður en fjárfest var í Gunnhildi ÓF 18. Báturinn var upphaflega smíðaður og gerður út frá Ólafsfirði árið 1982.
,,Hugmynd okkar Ragnars er að gera bátinn upp svo af honum verði sómi og ætlum okkur að sigla um með konurnar okkar á fallegum sumarkvöldum þegar kvöldsólin sígur í hafið". Sagði Hjalti Gunnarsson um áform þeirra félaga.
Árni Björn Árnason heldur úti vefsíðunni aba.is en þar má finna upplýsingar um gamla báta og hann aðstoðaði þá félaga við það að komast yfir bátinn.
Á heimasíðu Árna má finna allar upplýsingar um bátinn og einnig myndir, td. mynd af þeim útgerðarmönnunum við bátinn þegar hann var hífður á vagn í Dalvík.
Þetta er flott hjá þeim félögum og gaman verður að sjá þá sigla um í kvöldsólinni.
Athugasemdir