Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík teygir sig til Siglufjarðar

Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík teygir sig til Siglufjarðar Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík verður haldin dagana 17-23 júlí 2011 en það er

Fréttir

Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík teygir sig til Siglufjarðar

Fundað í Bátahúsinu
Fundað í Bátahúsinu
Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík verður haldin dagana 17-23 júlí 2011 en það er gríðarlega umfangsmikil hátíð þar sem Norðurlandabúar flagg sameiginlegum menningarafi á sviði strandmenningar. Hátíðin mun teygja anga sína til Siglufjarðar og er stefnt að því að hér verði mikið um að vera þessa daga.


Unnið hefur verið að skipulagningu hátíðarinnar um langt bil og var hún fyrst kynnt Siglfirðingum á síðastliðnu ári. Í síðustu viku hittist hópur hagsmunaaðila úr Fjallabyggð í bátahúsi Síldarminjasafnsins til að ræða aðkomnu að hátíðinni en samkvæmt fyrstu drögum mótshaldara verða skipulagðar ferðir milli Húsavíkur og Siglufjarðar, bæði á sjó og landi.

Á fundinum var ákveðið að hagsmunaaðilar í Fjallabyggð myndu hittast aftur í vikunni og reyna að móta drög að dagskrá fyrir hátíðina. Tímasetningin fellur afar vel að þeim hátíðarhöldum sem fyrir eru í Fjallabyggð og má segja að júlí verði orðinn mjög lifandi fyrir ferðalanga sem vilja kynna sér bæina og kynnast frábærum og menningartroðnum hátíðum.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst